Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Berglind Ósk Óðinsdóttir, fóðurfræðingur hjá RML, og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Bústólpa, handsala samkomulagið.
Berglind Ósk Óðinsdóttir, fóðurfræðingur hjá RML, og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Bústólpa, handsala samkomulagið.
Mynd / Bústólpi
Fréttir 7. september 2018

Bústólpi og RML endurnýja samning um fóðurráðgjöf

Höfundur: Fréttatilkynning

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa endurnýjað samkomulag sitt fjórða árið í röð um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum uppá fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. Viðskiptavinum býðst einnig að fá ráðgjafa RML í heimsókn eftir að fóðuráætlun hefur verið gerð.

„Með samvinnu RML og Bústólpa býðst bændum gott aðgengi að fóðurráðgjöf. Ráðunautar RML leggja metnað sinn í að finna bestu lausnina fyrir hvern bónda, miðað við gróffóður, aðstæður og markmið hjá hverjum og einum. Við fögnum þeim áhuga sem bændur hafa sýnt verkefninu og hlökkum til að fara inn í nýjan vetur í samstarfi við Bústólpa og með öllum þeim bændum sem vilja vera með,” segir Berglind Ósk Óðinsdóttir fóðurfræðingur hjá RML.

RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Fóðuráætlanir eru unnar í Opti- Isaland sem byggir á norræna fóðurmatskerfið NorFor. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.

„Samstarf RML og Bústólpa hefur gengið mjög vel. Hjá RML starfa færir fóðurráðgjafar sem hafa byggt upp góð tengsl við viðskiptavini okkar í gegnum þetta samstarf. Við hjá Bústólpa leggjum okkur fram við að veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu. Við höfum séð á síðust árum á  þátttöku viðskiptavina okkar í þessu verkefni að þeir er afar ánægðir með þessa þjónustu og ráðgjöfina frá RML,“ segir Hanna Dögg Maronsdóttir sölu- og markaðsstjóri Bústólpa.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...