Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Á faglegum nótum 24. apríl 2024

Bústjórn og fjármagnskostnaður hafa áhrif á afkomu kúabúa

Höfundur: Kristján Óttar Eymundsson og María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautar á rekstrar- og umhverfissviði.

Skýrsla um rekstur kúabúa 2020-2022 kom út í vikunni. Hún endurspeglar afkomu 174-176 kúabúa árin 2020-2022 sem í heildina lögðu inn um 41-45% af landsframleiðslu mjólkur, vaxandi eftir árum.

Þessi bú eru með 61 árskú að meðaltali árið 2022, en meðalbúið á landsvísu taldist þá með 51 árskú. Meðalframlegðarstig búanna lækkaði úr 53,3% árið 2020 í 49,7% árið 2022 og munaði þar mestu um mikla hækkun aðfanga, sérstaklega áburðar, fóðurs, olíu og þjónustu.

Ýmislegt áhugavert kemur fram í skýrslunni. Skoðað var samhengi afurðasemi og framleiðslukostnaðar en þar munar ríflega 30 kr/ltr milli afurðahæstu og afurðalægstu búanna og er greinilegt að hér geta verið sóknarfæri í rekstri.

Einnig er munur í framleiðslukostnaði búanna þegar hann er settur í samhengi við heyjaða hektara á hverja árskú. Hér er tækifæri fólgið í því að lágmarka umfang heyjaðra hektara/árskú og gera sem best við túnin. Það endurspeglar mikilvægi þess að horfa einnig á ræktarlandið sem sínar „mjólkurkýr“ og hámarka gæði og uppskeru af hverjum hektara.

Fjármagnskostnaður íþyngjandi

Skuldsetning þátttökubúanna hefur vaxið verulega á árunum 2020-2022 og skulda umrædd bú um 23,7 milljarða króna í árslok 2022. Jákvæðu fréttirnar eru að skuldahlutfallið hefur samt farið lækkandi milli ára vegna aukinnar heildarveltu búanna og er um 1,6 í árslok 2022. Fjármagnsliðir voru þá að jafnaði um 13% af heildarveltu, eða um 27,8 kr/ltr. Mikill munur er á búum eftir skuldaflokkum þar sem fjármagnskostnaður skuldsettasta hópsins er 53,9 kr/ltr að meðaltali, eða um 29% af heildarveltu búanna.

Ljóst er að áhrif sprettgreiðslna á afkomu kúabúa 2022 voru mjög jákvæð til viðbótar við hækkun á afurðaverði í mjólk.

Um þetta og margt fleira er fjallað í umræddri skýrslu, sem hægt er að finna á heimasíðu RML. Þegar er hafin gagnaöflun fyrir rekstrarárið 2023 og stefnt að birtingu bráðabirgðauppgjörs í byrjun sumars. Nú sem ætíð er bændum á þátttökubúunum þakkað kærlega fyrir þátttökuna og traustið sem okkur er sýnt og nýir þátttakendur eru ávallt velkomnir.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f