Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Á faglegum nótum 24. apríl 2024

Bústjórn og fjármagnskostnaður hafa áhrif á afkomu kúabúa

Höfundur: Kristján Óttar Eymundsson og María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautar á rekstrar- og umhverfissviði.

Skýrsla um rekstur kúabúa 2020-2022 kom út í vikunni. Hún endurspeglar afkomu 174-176 kúabúa árin 2020-2022 sem í heildina lögðu inn um 41-45% af landsframleiðslu mjólkur, vaxandi eftir árum.

Þessi bú eru með 61 árskú að meðaltali árið 2022, en meðalbúið á landsvísu taldist þá með 51 árskú. Meðalframlegðarstig búanna lækkaði úr 53,3% árið 2020 í 49,7% árið 2022 og munaði þar mestu um mikla hækkun aðfanga, sérstaklega áburðar, fóðurs, olíu og þjónustu.

Ýmislegt áhugavert kemur fram í skýrslunni. Skoðað var samhengi afurðasemi og framleiðslukostnaðar en þar munar ríflega 30 kr/ltr milli afurðahæstu og afurðalægstu búanna og er greinilegt að hér geta verið sóknarfæri í rekstri.

Einnig er munur í framleiðslukostnaði búanna þegar hann er settur í samhengi við heyjaða hektara á hverja árskú. Hér er tækifæri fólgið í því að lágmarka umfang heyjaðra hektara/árskú og gera sem best við túnin. Það endurspeglar mikilvægi þess að horfa einnig á ræktarlandið sem sínar „mjólkurkýr“ og hámarka gæði og uppskeru af hverjum hektara.

Fjármagnskostnaður íþyngjandi

Skuldsetning þátttökubúanna hefur vaxið verulega á árunum 2020-2022 og skulda umrædd bú um 23,7 milljarða króna í árslok 2022. Jákvæðu fréttirnar eru að skuldahlutfallið hefur samt farið lækkandi milli ára vegna aukinnar heildarveltu búanna og er um 1,6 í árslok 2022. Fjármagnsliðir voru þá að jafnaði um 13% af heildarveltu, eða um 27,8 kr/ltr. Mikill munur er á búum eftir skuldaflokkum þar sem fjármagnskostnaður skuldsettasta hópsins er 53,9 kr/ltr að meðaltali, eða um 29% af heildarveltu búanna.

Ljóst er að áhrif sprettgreiðslna á afkomu kúabúa 2022 voru mjög jákvæð til viðbótar við hækkun á afurðaverði í mjólk.

Um þetta og margt fleira er fjallað í umræddri skýrslu, sem hægt er að finna á heimasíðu RML. Þegar er hafin gagnaöflun fyrir rekstrarárið 2023 og stefnt að birtingu bráðabirgðauppgjörs í byrjun sumars. Nú sem ætíð er bændum á þátttökubúunum þakkað kærlega fyrir þátttökuna og traustið sem okkur er sýnt og nýir þátttakendur eru ávallt velkomnir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...