Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Búseta í sveit
Á faglegum nótum 9. febrúar 2015

Búseta í sveit

Búseta í sveit heitir verkefni sem hefur verið unnið hjá Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins undanfarið ár. Verkefnið er í umsjá Guðnýjar Harðardóttur og var unnið með styrkveitingu frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Guðný Harðardóttir umsjónarmaður verkefnisins „Búseta í sveit“.

Meginmarkmið verkefnisins var að þróa ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búrekstrar. Auknar kröfur stjórnsýslunnar ásamt stækkandi búum hefur leitt til þess að eftirspurn eftir slíkri ráðgjöf og þjónustu hefur aukist til muna. Sú vegferð að hefja búrekstur er ekki einfalt mál, sama hvort um ræðir ættliðaskipti eða kaup á almennum markaði.

Á Búnaðarþingi árið 2013 var m.a. ályktað um þessi mál í þá veru að efla skyldi ráðgjöf varðandi ábúendaskipti á bújörðum. Í kjölfarið var farið af stað með það verkefni sem nú er komið til framkvæmda í formi fræðsluefnis á vef RML auk beinnar ráðgjafar.

Eins og gefur að skilja er verkefnið umfangsmikið en afurðirnar margvíslegar. Í fyrsta lagi varð til efni sem er aðgengilegt á vef RML í formi rafrænna bæklinga sem allir geta nálgast. Í öðru lagi urðu til ítarlegri bæklingar sem nefnast rafrænir vegvísar og fást þeir hjá næsta ráðunaut. Þeim er ætlað að vísa leiðina við upphaf búskapar ásamt því að þeim fylgir klukkustundar ráðgjöf/þjónusta frá ráðunaut. Gjaldið er vægt eða 10 þúsund krónur.

Síðast en ekki síst var unnið að því að gera ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búskapar markvissari. Mikil vinna var lögð í efni tengt málefninu og er það efni aðgengilegt starfsmönnum RML. Lögð var áhersla á þær fjölmörgu spurningar sem koma upp og nauðsynlegt er að fá svör við þegar ættliðaskipti eiga í hlut. Aðstæður eru misjafnar í hvert og eitt skipti og því ólík úrræði sem henta hverju sinni. Ráðunautar eru nú mun betur undirbúnir fyrir slíka ráðgjöf og þjónustu.

Verkefninu er ekki lokið þótt það hafi gefið af sér afurðir og eru menn hvattir til að skoða það efni sem er aðgengilegt á vef RML. Það sem er aðgengilegt þar eru bæklingar sem eru gagnlegir í upphafi þeirrar vegferðar að hefja búrekstur. Þeir vísa m.a. á nytsamlegar vefsíður sem veita ítarlegar upplýsingar. Þeir bera heitin Ættliðaskipti, Kaup á almennum markaði og Starfsemi – hvað svo?

Ljóst er að fleiri bæklingar eiga eftir að líta dagsins ljós og hlakka starfsmenn RML til að takast á við þessi verkefni með þeim sem á þurfa að halda.

Ættliðaskipti – veitir upplýsingar um hvernig er best að bera sig að við ættliðaskipti sem geta oft verið umfangsmikil. 
 
Kaup á almennum markaði – veitir upplýsingar um hvað ber að hafa í huga við kaup á jörðum. 
 
Starfsemi – hvað svo? – inniheldur hugmyndir um starfsemi í dreifbýli.
 
Þjónusta sem er í boði hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins:
  • Rafrænir vegvísar og 1 klst. ráðgjöf/þjónusta ráðunautar:
  • Að hefja sauðfjárbúskap
  • Að hefja mjólkurframleiðslu/nautgriparækt 
  • Ættliðaskipti á búi - vinnublöð
  • Rekstrar-/viðskiptaáætlun
  • Samningagerð 
  • Aðstoð við umsóknir
 
 
 

9 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...