Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dóra Sigrún Gunnarsdóttir og Helgi Aðalsteinn Guðbrandsson, Hækingsdal, sem reka stærsta kindabúið í Kjósinni,
Dóra Sigrún Gunnarsdóttir og Helgi Aðalsteinn Guðbrandsson, Hækingsdal, sem reka stærsta kindabúið í Kjósinni,
Líf og starf 18. nóvember 2022

Búsæld við borgarmörkin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það er ekki á hverjum degi sem bændasamtök ráðast í gerð heimildamyndar um starfsemi sína en það hefur Búnaðarsamband Kjalnesinga gert.

Samtökin fagna 110 ára afmæli á árinu og þótti við hæfi að minnast þessara tímamóta á þennan hátt.

Valdimar Leifsson kvikmynda­gerðarmaður var fenginn til samstarfs og verður myndin Jörðin og við – búsæld við borgarmörkin frumsýnd í Bíó Paradís 19. nóvember. Sýning fyrir almenning verður 20. nóvember klukkan 16.40.

Innsýn í líf bænda

Í myndinni Jörðin og við – búsæld við borgarmörkin er stuttlega spönnuð saga Búnaðarsambands Kjalarnesþings frá upphafi til dagsins í dag. Þar sjáum við að mikill hugur er í ungu fólki að starfa við landbúnað til framtíðar, fáum innsýn í líf bænda sem stunda fjárbúskap, jafnvel í Reykjavík, nautgriparækt, hrossarækt, fuglarækt, svínarækt, minkarækt og æðafuglarækt, sem og ræktun matjurta á gamla mátann og gróðurhúsarækt þar sem mannshöndin kemur varla nærri. Jafnframt eru rifjaðir upp gamlir tímar, með brotum úr gömlum íslenskum myndum, sem sýna þá gjörbyltingu sem átt hefur sér stað í landbúnaði á Íslandi á ekki lengri tíma en einni öld. Um framleiðslu myndarinnar sá Lífsmynd kvikmyndagerð ehf.

Viðtöl og frásagnir

Valdimar segir að myndin sé byggð upp á þann hátt að í viðtölum segi bændur sem til þekkja frá því hvernig framfarir áttu sér stað við stofnun búnaðarsambanda í landinu.

„Í samböndunum var lögð áhersla á fræðslustörf og samvinnu sem gerði bændum kleift að kaupa tækjabúnað sem kom í stað handverkfæra og vinnubragða sem notast hafði verið við um aldir. Á sama tíma er íbúum landsins að fjölga og þeir eru að flytjast úr sveit í borg, þannig að í auknum mæli þurfa landsmenn nú að geta keypt sínar nauðsynjavörur. Þessum hluta sögunnar er í myndinni meðal annars lýst með brotum úr gömlum, íslenskum kvikmyndum.“

Matarauður Íslands

Umræðan um mataröryggi í heiminum er hávær um þessar mundir og áleitin spurningin um stöðuna á Íslandi ef við þyrftum alfarið að treysta á að fá matföng annars staðar frá. Almennur skilningur á mikilvægi íslensks landbúnaðar leikur þar stórt hlutverk og myndin leggur þar væntanlega sitt af mörkum. Einnig hvernig landbúnaðarafurðir þurfa að þróast í takt við eftirspurn og áherslur. Ísland telst nú fjölmenningarland og við því er brugðist á margan máta. Matarvenjur landsmanna hafa einnig verið að breytast, ekki síst vegna ferðalaga til útlanda, og það endurspeglast í úrvali matvörunnar.

Körfukjúklingur með kokteilsósu

Að sögn Valdimars var hann búin að gleyma því að snemma á síðustu öld vildi ekki nokkur maður leggja sér fuglakjöt til munns og í myndinni er sagt frá konu einni sem lagði það til jafns á við að borða hund eða kött.

„En núna er öldin svo sannarlega önnur því sala fuglakjöts hefur um árabil farið langt fram úr sölu lambakjöts. Segja má að umskiptin hafi orðið þegar farið var að selja körfukjúkling með frönskum og kokteilsósu.“
Ekki spillir að fuglaræktendum á Íslandi hefur að að mestu tekist að losna við þær erfiðu bakteríur sem nágrannalöndin eru að glíma við í sinni fuglarækt þannig að neytendur á Íslandi ganga að heilnæmri matvöru vísri.

Skylt efni: heimildarmynd

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...