Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Burt með allan njóla og kerfil
Fréttir 26. júlí 2023

Burt með allan njóla og kerfil

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Njóli og kerfill voru til umræðu í umhverfisnefnd Hrunamannahrepps á dögunum.

Halldóra Hjörleifsdóttir.

Nefndin hefur með sérstakri bókun hvatt íbúa sveitarfélagsins, lóða- og landeigendur til að hreinsa dauðan og illa farinn gróður af lóðum og fjarlægja ágengar gróðurtegundir eins og kerfil og njóla, til að sporna við útbreiðslu.

„Fólk er því miður frekar rólegt í að ráðast í þá vinnu að eyða þessum tegundum. Auðvitað eru nokkrir sem eru mjög duglegir og við mættum öll taka þau okkur til fyrirmyndar, t.d. hafa bræðurnir Guðmundur og Sigurður Magnússynir verið ansi duglegir að vinna að því að reyna að uppræta þessar tegundir og þá sérstaklega kerfilinn. Þeir hafa gefið sér tíma til að stoppa hvar sem þeir eru á ferðinni og moka upp brúska með vegum. Það hafa því fleiri en við Hrunamenn fengið að njóta þeirra verka. Nauðsynlegt er að fara í sameiginlegt átak í eyðingu og svo að vinna jafnt og þétt að því að halda þessum tegundum niðri. Við verðum að gera þetta saman, annars tekst þetta ekki,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, formaður nefndarinnar.

Halldóru þykir slæmt þegar njóli nær að dreifa sér eins mikið og hann er að gera í Hrunamannahreppi, það sé ekki til mikillar prýði fyrir samfélagið.

„Kerfillinn er ansi skæður þar sem hann dreifir sér hratt og yfirtekur jarðveginn og skemmir fyrir öðrum gróðri í kringum sig. Njólinn er ekki eins slæmur með það, en það er með hann eins og kerfilinn að hann er fljótur að dreifa sér og það er mjög slæmt að fá hann í tún og grænmetisgarða því hvorki menn né skepnur vilja éta hann. Best væri auðvitað að finna eitthvert gagn af þessum tegundum og nýta þær. Slæmt er að þurfa að eyða tíma í að útrýma þessum gróðri sem virðist dafna sama hversu leiðinlegt veðurfarið er hjá okkur.“

Skylt efni: Hrunamannahreppur

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...