Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Fréttir 13. febrúar 2024

Búrhænsnabúskap lokið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eftir úttektir Matvælastofnunar hjá eggjabændum í desember er ljóst að búrhænsnabúskapur á Íslandi hefur lagst af.

Frá 1. júlí 2023 hefur eggjabændum verið óheimilt að halda varphænur sínar í búrum. Í eftirlitsferðum Matvælastofnunar í haust kom hins vegar í ljós að varphænur voru enn í búrum á tveimur stöðum. Stofnunin krafðist úrbóta á þessum tveimur stöðum og þegar kröfunum var fylgt eftir í desember varð ljóst að eigendurnir hefðu brugðist við þeim með réttum hætti. Í umfjöllun Matvælastofnunar um þessi tímamót á vef sínum kemur fram að með gildistöku reglugerðar um velferð alifugla árið 2015 hafi eggjabændum verið gefinn sjö ára frestur til að breyta varphúsum sínum með hefðbundnum búrum í varphús með innréttuðum búrum.

„Frestur til að hætta notkun á þeim var tvívegis framlengdur en ákvæðið tók endanlega gildi þann 1. júlí 2023. Á þeim rúmlega átta árum hættu nokkrir eggjabændur framleiðslu í stað þess að breyta húsunum, aðrir breyttu varphúsum í lausagönguhús. Enginn eggjabóndi ákvað að taka í notkun innréttuð búr,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar.

Allar varphænur á landinu hafa því í dag möguleika á því að geta krafsað í undirburðinn og sandbaðað sig í lausagönguhúsum, sem hænum er eðlislægt, og hænurnar geta orpið í varpkössum. Auk þess eru nú setprik í öllum búum í hæfilegri hæð frá jörðu þar sem hænurnar geta hvílt sig í friði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...