Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stórt lamb, þar sem leiðbeint er um hvernig hægt er að nota vír með handfangi á til að ná því út.
Stórt lamb, þar sem leiðbeint er um hvernig hægt er að nota vír með handfangi á til að ná því út.
Á faglegum nótum 27. apríl 2023

Burðarhjálp

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðburður er á næsta leiti og þá er gott fyrir bændur að hafa aðgengi að góðu leiðbeiningarefni um burðarhjálp.

Fyrir þremur árum voru fyrstu leiðbeiningarmyndböndin úr smiðju þeirra Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð, og Axels Kárasonar dýralæknis gefin út á YouTube-rásinni „Leiðbeiningarefni um burðarhjálp“ og síðan hafa þau stöðugt verið uppfærð og endurskoðuð. Að sögn Karólínu hafa margir haft not af myndböndunum og fær hún iðulega fyrirspurnir um hvar sé hægt að nálgast þau, þegar líður að sauðburði.

Vandamálið greint í skrefum

Myndböndin eru alls 23 í dag á íslensku, auk þess sem öll helstu myndböndin eru einnig til á þýsku og ensku. Í tengslum við myndböndin var útbúið „ákvarðanatré“ sem er að sögn Karólínu gagnlegt tól til að greina aðsteðjandi vandamál við sauðburðinn skref fyrir skref.

Leiðbeiningarmyndböndin eiga að ná til nærri allra hugsanlegra burðarvandamála og liggja myndbönd Karólínu til grundvallar sem hún hefur tekið upp á mörgum og mismunandi sauðfjárbúum á undanförnum árum. Þá veitir Axel innsýn inn í hvað á sér stað inni í ánni, með notkun á lambalíkönum og mjaðmagrind í raunstærð.

Öll myndbönd og ákvarðanatréð má nálgast á eftirfarandi vefslóðum:

Á íslensku

Á þýsku

Á ensku (öll youtuberásin - velja spilunarlistann „á ensku/in English“ til að sjá ensku útgáfurnar)

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...