Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búnaðargjald dæmt ólögmætt
Mynd / Skjáskot / Tímarit.is
Gamalt og gott 10. mars 2021

Búnaðargjald dæmt ólögmætt

Höfundur: smh

Í 21. tölublaði Bændablaðsins árið 2011, þann 24. nóvember, er forsíðufrétt um að unnið sé að tillögum um breytingar á innheimtu búnaðargjalds.

Í inngangi fréttarinnar segir: „Samkvæmt áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands bendir margt til að innheimta búnaðargjalds, í því horfi sem nú er, standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar né Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi. Hægt er að fullyrða að innheimta búnaðargjalds sem rennur til búgreinafélaganna standist ekki stjórnarskrá. Þá leikur vafi á að innheimta búnaðargjalds, sem rennur til Bændasamtaka Íslands annars vegar og til búnaðarsambandanna hins vegar, standist að fullu umrædda löggjöf. Þó má færa rök fyrir því að innheimta búnaðargjalds til þessara samtaka geti fallið undir undanþáguákvæði með breytingum en nauðsynlegt er að skoða lagalega stöðu þeirra frekar,“ segir í inngangi forsíðufréttarinnar.

Þetta voru niðurstöður álitsgerðar Lagastofnunar um lögmæti búnaðargjalds, sem Sigurður Líndal lagaprófessor vann að beiðni Bændasamtakanna.

Haft var eftir Haraldi Benediktssyni, þáverandi formanni Bændasamtaka Íslands, að áfram verði unnið í samstarfi við Lagastofnun við að útfæra þær breytingar á lögum um búnaðargjald sem væntanlega þurfi að gera.

Í kjölfar málaferils búnaðargjaldsins, en það var fellt úr gildi 1. janúar 2017 með lagabreytingu, var sem kunnugt er tekið upp nýtt félagsgjald Bændasamtaka Íslands til að standa straum af tekjuöflun inn í félagskerfi bænda.

Sjá nánar á Tímarit.is.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...