Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búnaðargjald dæmt ólögmætt
Mynd / Skjáskot / Tímarit.is
Gamalt og gott 10. mars 2021

Búnaðargjald dæmt ólögmætt

Höfundur: smh

Í 21. tölublaði Bændablaðsins árið 2011, þann 24. nóvember, er forsíðufrétt um að unnið sé að tillögum um breytingar á innheimtu búnaðargjalds.

Í inngangi fréttarinnar segir: „Samkvæmt áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands bendir margt til að innheimta búnaðargjalds, í því horfi sem nú er, standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar né Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi. Hægt er að fullyrða að innheimta búnaðargjalds sem rennur til búgreinafélaganna standist ekki stjórnarskrá. Þá leikur vafi á að innheimta búnaðargjalds, sem rennur til Bændasamtaka Íslands annars vegar og til búnaðarsambandanna hins vegar, standist að fullu umrædda löggjöf. Þó má færa rök fyrir því að innheimta búnaðargjalds til þessara samtaka geti fallið undir undanþáguákvæði með breytingum en nauðsynlegt er að skoða lagalega stöðu þeirra frekar,“ segir í inngangi forsíðufréttarinnar.

Þetta voru niðurstöður álitsgerðar Lagastofnunar um lögmæti búnaðargjalds, sem Sigurður Líndal lagaprófessor vann að beiðni Bændasamtakanna.

Haft var eftir Haraldi Benediktssyni, þáverandi formanni Bændasamtaka Íslands, að áfram verði unnið í samstarfi við Lagastofnun við að útfæra þær breytingar á lögum um búnaðargjald sem væntanlega þurfi að gera.

Í kjölfar málaferils búnaðargjaldsins, en það var fellt úr gildi 1. janúar 2017 með lagabreytingu, var sem kunnugt er tekið upp nýtt félagsgjald Bændasamtaka Íslands til að standa straum af tekjuöflun inn í félagskerfi bænda.

Sjá nánar á Tímarit.is.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f