Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bull – Litla og stóra nautið
Á faglegum nótum 21. desember 2017

Bull – Litla og stóra nautið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjarna dráttar­véla­fram­leiðandans Bull Tractor Co reis ört á öðrum áratug síðustu aldar og hrapið var hátt. Fyrirtækið varð stærsti framleiðandi dráttarvéla í Norður-Ameríku á einu ár. Sex árum seinna var það gjaldþrota.

Bull Tractor Co var stofnað í Minnisota-ríki í Norður-Ameríku árið 1913 af tveimur samstarfs­mönnum, annar var fjárfestir en hinn vélahönnuður. Draumur þeirra var að framleiða lítinn og lipran traktor fyrir minni býli sem leysti þungar og klunnalegar gufuknúnar dráttarvélar af hólmi. Áður en framleiðsla fyrstu Bull dráttarvélanna hófst höfðu þeir tryggt sölu á fimmtíu slíkum í forsölu.

Í byrjun árs 1914 hóf Bull Tractor Co framleiðslu á litlum þriggja stálhjóla dráttarvélum sem fengu heitið Little Bull. Einungis var drif á öðru afturhjólinu og var það stærra en hitt afturhjólið. Einn gír áfram og einn aftur á bak og dráttarvélinni einungis ætla að draga plóg. Vélin var fimm hestöfl, loftkæld, tveggja strokka og gekk fyrir bensíni. Little Bull er fyrsta bensínknúna dráttarvélin sem seldist í miklum fjölda.

Hönnun og smæð Litla tudda þótti nýstárleg á sínum tíma og vöktu eiginleikar traktorsins mikla athygli og hann var metsölutraktor í Bandaríkjunum árið 1914 og fyrirtækið stærsti dráttarvélaframleiðandi í Norður-Ameríku það ár.

Helstu annmarkar Little Bull var hvað hann var kraftlítill og einungis með drifi á einu hjóli. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir var framleiðslu Little Bull hætt eftir tvö ár

Aðrir framleiðendur líkja eftir

Þrátt fyrir ann­marka sína þótti hönnun Little Bull byltingarkennd í samanburði við stórar og klunnalegar gufuknúnar dráttar­vélar sem voru á ríkjandi markaði fyrstu áratugi 20. aldarinnar. Vegna mikilla vinsælda voru aðrir framleiðendur fljótir til og líktu eftir hönnun traktorsins í sinni framleiðslu.

Big Bull

Í framhaldi af velgengni Little Bull setti framleiðandinn á markað stærri og öflugri dráttarvél sem kallaðist Big Bull árið 1915. Líkt og minni týpan var sú stóra á þremur stálhjólum eins og litli bróðir. Hann var 25 hestöfl, með tveggja strokka bensínvél. Helstu annmarkar Big Bull voru að gírskiptingin var opin og fylltist auðveldlega af mold og drullu sem olli gangtruflunum og dráttarvélin þótti óstöðug í halla.

Samningur við Massey-Harris

Bull Tractor Co gerði stóran sölusamning við Massey-Harris í Kanada 1916 en vegna skorts á hráefni gat fyrirtækið ekki staðið við samninginn og Massey-Harris rifti honum ári síðar. Í framhaldi af því fór að halla undan fæti hjá Bull.

Ford kemur á markað

Innreið Fordson á dráttar­vélamarkaðinn reið Bull að fullu og var fyrirtækið lýst gjaldþrota 1920 og um svipað leyti sneru dráttavélaframleiðendur sér að framleiðslu traktora á fjórum hjólum.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...