Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Búist við metuppskeru í Svíðþjóð
Fréttir 11. júlí 2014

Búist við metuppskeru í Svíðþjóð

Búist er við gríðarlegri kornuppskeru í Svíþjóð í sumar að því er fram kemur á vefsíðu Lantmännen. Reiknað er með að uppskeran skili að minnsta kosti 5,75 milljónum tonna af korni. Mun þetta þýða verulega aukinn útflutning á korni frá Svíþjóð og að hann muni aukast úr 900 þúsund tonnum í 1,3 milljónir tonna.

Helstu kaupendur á sænsku hveiti og öðru korni eru í Norður-Evrópu og Norður-Afríku. Búist er við að hveitiuppskeran verði meiri en nokkru sinni áður og að hún aukist um 40% frá 2013.

Þykir ástandið í sænskum landbúnaði nokkuð sérstakt, þar sem mikil spretta nú einskorðast ekki við einstök landsvæði heldur allt landið frá lengst í norðri til syðsta hluta Svíþjóðar. Mest er aukningin þó í Mälardalen. Eins og fyrr segir er búist við að uppskeran nemi 5,75 milljónum tonna, en hún nam rúmum 5,43 milljónum tonna í fyrra. Síðast var met slegið árið 2009, en þá var uppskeran 5,58 milljónir tonna.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...