Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Júgúrt með hampfræjum.
Júgúrt með hampfræjum.
Fréttir 24. apríl 2020

Búist við að veltan á heimsmarkaði aukist um 578% fram til 2025

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Virði iðnaðarhamps sem hráefnis á heimsmarkaði á árinu 2019 var áætlaður 4,6 milljarðar dollara. Stöðugur vöxtur er í þessari grein og á síðasta ári áætluðu markaðssérfræðingar að veltan á iðnaðarhampsmarkaði aukist um 578% og verði komin í 26,6 milljarða dollara á árinu 2025.


Þótt hamptrefjar sé stærsti hluti framleiðslunnar  þá er vaxandi framleiðsla á iðnaðarhampi ekki síður knúin af mikilli eftirspurn eftir CBD-hampolíu og hampfræi sem fæðubótarefni.

Hampfræ í morgunverð

Samkvæmt frétt af vefsíðu Industrial Hemp Market er í auknum mæli farið að nota hampfræ í morgunverðarkorn sem ætlað er til daglegrar neyslu. Þá er einnig að stóraukast notkun á bæði hampfræi og hampolíu í margháttaða fæðu vegna hás próteininnihalds. Er farið að nota hampfræ m.a. í mjúkdrykki (smoothies), jógúrt og kornstangir. Neysla á slíkum vörum er t.d. orðin mjög mikil í Þýskalandi og Hollandi. 

Yfirbyggingin á þessum Kestrel sportbíl var smíðuð úr hamptrefjaefni árið 2010. 

Hampur nýttur í vefnað, bíla, húsgögn og byggingar

Tvenns konar trefjar eru í hamp­­jurtinni, langar (bast 2-50 mm) og stuttar (hurds 0,5 mm) sem nýtast í margvíslega iðnaðarframleiðslu. Úr hampi er m.a. spunnið band til vefnaðar. Um 70–80% af hamp­stilkunum innihalda stuttar trefjar sem m.a. eru nýttar í byggingar­iðnaði, húsgagna­iðnaði, bíla­iðnaði og sem undirlegg fyrir húsdýr. Hefur vaxandi umhverfisvitund vakið mikinn áhuga á að leysa af notkun á plasti með endurvinnanlegum hampi, m.a. í innréttingum bifreiða.

Múrsteinar úr hamptrefjasteypu.

Mörg stór hampfyrirtæki

Helstu söluaðilar á hampi í heiminum eru Hemco í Kanada, Ecofibre í Ástralíu, Hemp Inc í Banda­ríkjunum, GenCanna í Banda­ríkjunum, HempFlax í Hollandi, Konoplex Group í Rússlandi, Hemp Oil Canada, BAFA í Þýskalandi, Hemp Poland, Dun Agro í Hollandi, Colorado Hemp Works í Bandaríkjunum, Canah International í Rúmeníu, South Hemp Tecno á Ítalíu, Plain Industrial Hemp Processing í Kanada og MH Medical Hemp í Þýskalandi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...