Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Mynd / H.Kr.
Í deiglunni 10. febrúar 2023

Búgreinaþing á næsta leiti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 22. og 23. febrúar næstkomandi. Búast má við yfir 200 bændum á þingið.

Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir og reglur tiltaki annað. Þannig hafa búgreinadeildir nautgripabænda, sauðfjárbænda og skógarbænda kosið sína fulltrúa á þinginu. Aðrar búgreinadeildir hafa til hádegis miðvikudaginn 15. febrúar til að skrá þátttöku sína.

Alls eru ellefu búgreinadeildir starfandi innan BÍ.

Gunnar Þorgeirsson, for­maður BÍ, mun setja þingið kl. 11. Þá mun Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,­ orku­ og loftslagsráðherra ávarpa þingið.

Tvær kynningar munu eiga sér stað áður en búgreinadeildirnar taka til starfa. Annars vegar verður kynning á Náttúruhamfaratryggingu Íslands, en síðla hausts fól matvælaráðherra stjórn Bjarg­ráðasjóðs að kanna möguleika á sameiningu sjóðanna tveggja.

Þá verður samstarfsvettvangur BÍ og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) kynntur.

„Sameiginleg mál allra búgreina verður á dagskrá í upphafi þingsins. Þar má nefna hugmyndir um hugsanlegar breytingar sem lúta að breyttum samþykktum Bændasamtakanna, með það í huga að gera starfið skilvirkara. Rætt verður hvort halda eigi búgreinaþing að hausti og Búnaðarþing að vori eða hvort sameina eigi þingin í einn stærri viðburð að vori. Loftslagsmálin verða rædd ásamt hugsanlegu samstarfi SAFL og BÍ,“ segir Gunnar.

Á búgreinaþingum eru tekin fyrir mál sem búgreinadeildirnar hafa sent til umfjöllunar og ályktunar. Gunnar segir að endurskoðun búvörusamninga verði þar ofarlega á baugi. „Áherslur hverrar búgreinar fyrir sig ættu að að koma þar fram þar sem vinna við endurskoðunina er fyrirhuguð á þessu ári.“

Gert er ráð fyrir að flestar búgreinadeildirnar ljúki fundum sínum í dagslok miðvikudaginn 22. febrúar en fundum sauðfjár­ og nautgripabænda verður fram haldið fimmtudaginn 23. febrúar.

Skylt efni: Búgreinaþing

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...