Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Mynd / H.Kr.
Í deiglunni 10. febrúar 2023

Búgreinaþing á næsta leiti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 22. og 23. febrúar næstkomandi. Búast má við yfir 200 bændum á þingið.

Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir og reglur tiltaki annað. Þannig hafa búgreinadeildir nautgripabænda, sauðfjárbænda og skógarbænda kosið sína fulltrúa á þinginu. Aðrar búgreinadeildir hafa til hádegis miðvikudaginn 15. febrúar til að skrá þátttöku sína.

Alls eru ellefu búgreinadeildir starfandi innan BÍ.

Gunnar Þorgeirsson, for­maður BÍ, mun setja þingið kl. 11. Þá mun Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,­ orku­ og loftslagsráðherra ávarpa þingið.

Tvær kynningar munu eiga sér stað áður en búgreinadeildirnar taka til starfa. Annars vegar verður kynning á Náttúruhamfaratryggingu Íslands, en síðla hausts fól matvælaráðherra stjórn Bjarg­ráðasjóðs að kanna möguleika á sameiningu sjóðanna tveggja.

Þá verður samstarfsvettvangur BÍ og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) kynntur.

„Sameiginleg mál allra búgreina verður á dagskrá í upphafi þingsins. Þar má nefna hugmyndir um hugsanlegar breytingar sem lúta að breyttum samþykktum Bændasamtakanna, með það í huga að gera starfið skilvirkara. Rætt verður hvort halda eigi búgreinaþing að hausti og Búnaðarþing að vori eða hvort sameina eigi þingin í einn stærri viðburð að vori. Loftslagsmálin verða rædd ásamt hugsanlegu samstarfi SAFL og BÍ,“ segir Gunnar.

Á búgreinaþingum eru tekin fyrir mál sem búgreinadeildirnar hafa sent til umfjöllunar og ályktunar. Gunnar segir að endurskoðun búvörusamninga verði þar ofarlega á baugi. „Áherslur hverrar búgreinar fyrir sig ættu að að koma þar fram þar sem vinna við endurskoðunina er fyrirhuguð á þessu ári.“

Gert er ráð fyrir að flestar búgreinadeildirnar ljúki fundum sínum í dagslok miðvikudaginn 22. febrúar en fundum sauðfjár­ og nautgripabænda verður fram haldið fimmtudaginn 23. febrúar.

Skylt efni: Búgreinaþing

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...