Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Jón Kr. Magnússon með prófskírteinið sitt frá Hvanneyri. Hann fagnar núna 75 ára útskriftarafmæli.
Jón Kr. Magnússon með prófskírteinið sitt frá Hvanneyri. Hann fagnar núna 75 ára útskriftarafmæli.
Mynd / Áslaug Jónsdóttir
Líf og starf 12. maí 2025

Búfræðingur í 75 ár

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Jón Kr. Magnússon útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri 26. apríl árið 1950. Hann verður 93 ára í ágúst.

Jón bjó allan sinn búskap að Melaleiti í Melasveit þar sem hann var með kýr, kindur og kartöfluframleiðslu. „Ég er orðinn einn eftir af þessum félögum mínum,“ segir Jón, en samferðamenn hans héldu hópinn eftir útskrift. Á 25 ára útskriftarafmælinu hittist nánast allur hópurinn aftur á Hvanneyri og ákváðu að endurtaka leikinn á fimm ára fresti eftir það og hittust víðs vegar um landið í áratugi. Jón nefnir að þessi hópur hafi verið einstaklega langlífur og lifðu nokkrir félagar hans fram á tíræðisaldur.

Íslenska, danska og reikningur fyrri veturinn

„Ég kunni afskaplega vel við mig á Hvanneyri og félagar mínir voru yndislegir strákar. Þegar ég kom þangað var ég yngstur, en við vorum fjórir á sautjánda ári. Þetta var tveggja ára nám, en fyrri veturinn var þetta nokkurs konar gagnfræðaskóli og töluvert lagt upp úr íslensku, dönsku, reikningi og þá var kennd þjóðfélagsfræði. Seinni veturinn voru kenndir búreikningar, fóðurfræði, líffærafræði og fleira. Þeir voru kallaðir vetrungar sem voru búnir með gagnfræðapróf og voru bara seinni veturinn.“

Aðspurður um verklega kennslu segir Jón að hans árgangur hafi sennilega verið sá síðasti sem var látinn hlaða flóðgarða við engjarnar neðan við Hvanneyri. „Þar voru áveituengjar. Við vorum látnir gera teikningar og mælingar en svo vorum við líka látnir handgrafa skurði á túnum nálægt prestssetrinu. Svo var okkur kennd meðferð á traktorum og við fengum nokkra tíma á jarðýtu þar sem við reyndum fyrir okkur í flagi.“

Þrifu hjá frú skólameistarans

Um veturinn vorum við látnir vera á málum í fjósinu í vikutíma. Þá áttum við að fara eldsnemma á morgnana og á kvöldin aftur út í fjós. Ingólfur Magnússon fjósameistari var með tvo menn með sér og það var alltaf einn strákur úr skólanum til að hjálpa til.

Um vorið vorum við Þorgils [Gunnlaugsson frá Sökku] í því að gera hreint heima hjá frú Ragnhildi, konu Guðmundar Jónssonar skólameistara. Þar vorum við í nokkra daga og heyrði það undir verknámið. Svo hældi hún okkur svo mikið að Gunnar Bjarnason fékk okkur út á Svírar til að gera hreint þar líka.“

Böll og félagslíf

Jón segir jafnframt að félagslífið hafi verið gott. „Við vorum með málfundafélag og áttum að skrifa í blað sem var kallað Kvásir og menn gerðu það eftir gáfnafari og hæfileikum. Þá voru alltaf einhverjir strákar sem spiluðu á harmónikur. Svo var Varmalandsstúlkunum boðið á ball einu sinni á vetri og þær buðu okkur aftur í staðinn.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...