Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Vísindamenn hafa nýverið leitt í ljós að heildarlífmassi búfjár er orðinn um 630 milljónir tonna kolefnis. Það er 30 sinnum meira en lífmassi villtra landspendýra og 15 sinnum meira en villtra sjávarspendýra.
Vísindamenn hafa nýverið leitt í ljós að heildarlífmassi búfjár er orðinn um 630 milljónir tonna kolefnis. Það er 30 sinnum meira en lífmassi villtra landspendýra og 15 sinnum meira en villtra sjávarspendýra.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 23. maí 2025

Búfé jarðar vegur þyngst

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á heimsvísu vegur búfé þyngra en allt annað spendýralíf á jörðinni.

Lífmassi spendýra á heimsvísu er langmestur menn og tamin dýr, þ.m.t. búfénaður og gæludýr. Búfé jarðar er með þrítugfaldan lífmassa á við öll önnur landspendýr og 15 sinnum meiri en sjávarspendýr.

Sé horft til allra dýra í heiminum kemur í ljós að búfé er með margfalt meiri lífmassa en öll villidýr með heitt blóð á jörðinni samtals. Vísindamenn hafa nýverið leitt í ljós að heildar lífmassi búfjár sé orðinn um 630 milljónir tonna kolefnis. Það er 30 sinnum meira en lífmassi villtra landspendýra og 15 sinnum meira en villtra sjávarspendýra. Eru niðurstöðurnar sagðar varpa ljósi á dreifingu lífmassa á heimsvísu og leiða í ljós mælanlegar vísbendingar um veruleika sem annars geti verið erfitt að átta sig á. Þær sýni yfirburði mannkyns og búfjár þess yfir miklu minni stofnum þeirra villtu spendýra sem eftir eru. Frá þessu greinir í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences (PNAS). Mæling lífmassa tekur ekki aðeins tillit til áætlaðs fjölda dýra heldur einnig þátta í stærð þeirra. Hvert dýr er mælt í tonnum af kolefni (t/C), grundvallarbyggingu lífsins.

Lífmassi spendýra aukist

Hannah Ritchie, aðalrannsakandi og aðstoðarritstjóri hjá Our World in Data, bendir á að menn hafi umbreytt spendýraríkinu. Villt spendýr séu orðin aðeins nokkur prósent spendýra í heiminum. Búfé hafi 62% af lífmassa spendýra í heiminum; menn séu 34% lífmassans og villt spendýr aðeins 4%.

„Fjölbreytt úrval spendýra reikaði eitt sinn um plánetuna. Þetta breyttist hratt og verulega með tilkomu manna. Síðan þá hefur lífmassi villtra landspendýra minnkað stórkostlega,“ segir Ritchie.

Yfirburðir manna séu augljósir. Maðurinn er með um þriðjung af lífmassa spendýra. Næstum tíu sinnum meira en villt spendýr. Búfjárstofn manna er tæplega tveir þriðju hlutar.

Nautgripir vega t.d. næstum tíu sinnum meira en öll villt spendýr til samans. Að nautgripir einir og sér skuli vega þyngra en öll villt landspendýr er áminning um að mannleg áhrif eru ef til vill enn meiri en fólk gerir sér ljóst.

Lífmassi allra villtra spendýra heimsins er aðeins um þriðjungur af lífmassa allra svína í haldi manna.

Alifuglar þessa heims hafa svo rúmlega tvöfalt meiri lífmassa en allir villtir fuglar til samans. Allir fuglar samanlagt eru u.þ.b. 7 milljónir t/C, alifuglar, þá mest kjúklingar, eru 71% þess lífmassa og villtir fuglar 29%.

Villtum spendýrum hefur fækkað en heildarmagn lífmassa spendýra engu að síður aukist mikið. Á síðustu 100.000 árum, eftir því sem mannkyninu fjölgaði, hefur lífmassi villtra spendýra minnkað um 85%, segir Ritchie. Fækkun villtra spendýra sé ekki eina breytingin. Á sama tíma hefur mönnum og búfénaði fjölgað umtalsvert – úr milljónum í milljarða.

Athyglisvert sé að á meðan fjölbreytileiki spendýraríkisins hafi minnkað hefur heildarstærð þess vaxið mikið. Jarðspendýr vógu um 20 milljónir t/C fyrir 10.000 árum. Sú tala er nú í kringum níu sinnum hærri. Eftir því sem tíminn leið hafi maðurinn stækkað spendýraríkið næstum tífalt.

Manngerð efni meiri en allur lífmassinn

Samkvæmt rannsókn sem birt var í Nature árið 2020 vega manngerð efni, eða tæknimassi, meira en allur lifandi lífmassi á jörðinni, þar sem plastið eitt og sér er meira en massi allra land- og sjávardýra samanlagt.

Mennirnir deila lífheiminum með 6.495 öðrum spendýrategundum skv. PNAS. Dýr leggja mjög mismunandi mikið til lífmassa heimsins. Sem dæmi má nefna að hvalir vega umtalsvert meira en nagdýr hvað varðar lífmassa, þó að tegundir og stofnar hvala séu færri. Sú staðreynd að hvalir eru svo miklu stærri en nagdýr þýðir að jafnvel smærri stofnar geta lagt mikilvægan hluta til heildarlífmassa.

Árið 2018 var skv. PNAS áætlað að heildarlífmassi á jörðinni væri um 550 milljarðar (5,5×1.011) t/C, að mestu í plöntum. Árið 1998 var áætluð árleg heildarfrumframleiðsla lífmassa rúmlega 100 milljarðar t/C. Heildarlífmassi baktería var einu sinni talinn vera um það bil sá sami og plantna, en nýlegar rannsóknir benda til að hann sé verulega minni.

Heildarfjöldi DNA-grunnpara á jörðinni, sem er möguleg nálgun á líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu, er áætlaður (5,3±3,6)×1037 og vegur 50 milljarða t/C.

Stærstan hluta lífmassa heimsins er að finna á landi, en aðeins 5 til 10 milljarðar t/C finnast í sjónum. Á landi er um 1.000 sinnum meiri lífmassi plantna en dýra. Um 18% af þessum lífmassa plantna eru étin af landdýrum.

Hins vegar éta sjávardýr mest af frumbjarga lífverum sjávar og lífmassi sjávardýra er meiri en lífmassi frumbjarga lífvera í sjó.

Dýr minna en 0,5% lífmassans

Tölum Our World in Data og PNAS um lífmassa landspendýra ber ekki saman en gefa þó sterka mynd af hlutföllum. Skv. PNAS eru dýr minna en 0,5% af heildarlífmassa á jörðinni, með um 2 milljarða t/C samtals. Mestan lífmassa dýra er að finna í sjónum, þar sem liðdýr, eins og krabbaflær, eru um 1 milljarður t/C og fiskar um 0,7 milljarðar t/C. Um helmingur lífmassa fiska í heiminum er djúpsjávarfiskur.

Sjávarspendýr, eins og hvalir og höfrungar, eru um það bil 0,006 milljarðar t/C. Landdýr eru um 500 milljónir t/C, eða um 20% af lífmassa dýra á jörðinni. Liðdýr á landi eru um 150 milljónir t/C, og finnast flest í jarðveginum. Landspendýr eru um 180 milljónir t/C, flest eru menn (um 80 milljónir t/C) og búfénaður (um 90 milljónir t/C). Villt landspendýr eru aðeins um 3 milljónir t/C, minna en 2% af heildarlífmassa spendýra á landi, skv. PNAS.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f