Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá flutningi rúmlega tuttugu hrossa frá Grindavík.
Frá flutningi rúmlega tuttugu hrossa frá Grindavík.
Mynd / Jóhanna Harðardóttir
Fréttir 16. nóvember 2023

Búfé bjargað frá Grindavík

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir og Sigurður Már Harðarson

Þónokkur fjöldi búfjár var í og við Grindavík þegar neyðarstigi Almannavarna var lýst yfir og ákveðið var að rýma Grindavíkurbæ þann 10. nóvember síðastliðinn. Því hefur nú að mestu verið komið frá svæðinu.

„Á föstudeginum, þegar jarðskjálftarnir voru orðnir stanslausir, þá tóku hestamenn í Grindavík sig til og fluttu til Keflavíkur þau hross sem voru komin á hús. Mánamenn voru svo yndislegir að hýsa þau fyrir okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hestakona í Grindavík, en hún á og rekur hestaleigu þar í bæ. „Þegar við vorum svo komin á hættustig byrjuðum við að koma heim að húsum þeim hrossum sem voru úti en nálægt. Rétt fyrir rýmingu voru allar kerrur fylltar af hrossum og þau keyrð á Sólvang við Eyrarbakka þar sem Sigríður Pjetursdóttir og hennar fjölskylda tók okkur opnum örmum.“

Hrossin sóttu heim að húsum

Eftir voru 22 hross úti á beit en leyfi fékkst þann 12. nóvember til að sækja þau. „Enn og aftur kom fjölskyldan á Sólvangi auk fleiri okkur til hjálpar. Við höfum fengið endalaust mikið af skilaboðum frá fólki sem getur aðstoðað okkur bæði með að hýsa hross og koma út á beit. Það er alveg magnað að sjá hvað samstaðan er mikil og við erum ótrúlega þakklát,“ segir Jóhanna.

Hrossin sýndu að sögn Jóhönnu misjöfn viðbrögð við ástandinu. „Þeir sem voru innandyra voru mjög stressaðir en eru nú rólegir. Þau hross sem voru úti sóttu að húsunum sem þau gera vanalega ekki og eru greinilega fegin að vera komin af hættusvæðinu.“

Fimmtán þúsund kjúklingar fluttir á brott

Reykjagarður var með 15.000 fugla í húsum í Grindavík en þeir voru fluttir á brott 12. nóvember.

„Sem betur fer er þessi kjúklingahópur ungur og því auðveldari í flutningi en ella. Fuglunum var smalað saman og þeir svo handtíndir í þar til gerða ungaflutningakassa, sem svo er raðað í bíl. Umsjónarmaður fuglanna fékk að fara í húsin upp úr hádegi. Það væsti í sjálfu sér ekki um fuglana en hann mat það svo að ekki væri hægt að tryggja öryggi þeirra til framtíðar. Skemmdir höfðu orðið á húsum og aðgangur að heitu og köldu vatni virtist ótryggur. Í framhaldinu fengum við á grundvelli dýravelferðar undanþágu til að senda lið inn á svæðið í fylgd viðbragðsaðila og sækja þá seinnipartinn þann sama dag,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs.

Flutningurinn gekk vel og eru fuglarnir að sögn Guðmundar í góðu yfirlæti í húsum Reykjagarðs á Ásmundarstöðum í Ásahreppi.

Vill Guðmundur koma á framfæri þakklæti til starfsmanna, yfirvalda, viðbragðsaðila og annarra sem gerðu flutningana mögulega. „Hugur okkar er hjá samstarfsfólki okkar og íbúum í Grindavík. Við sendum þeim hlýjar hugsanir og ósk um velfarnað á erfiðum tímum.“

Búið að sækja nær allt fé sem var komið á hús

Um 340 kindur voru í Grindavík og nánasta nágrenni þegar neyðarstigi var lýst yfir, allt í eigu frístundabænda.

„Eins og staðan er í dag þá er búið að sækja allt það fé sem var komið á hús nema þrjár kindur. Alls eru 68 farnar af svæðinu,“ sagði Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, þegar rætt var við hann á mánudaginn. Vonir stóðu til að hægt yrði að sækja þær síðar um daginn. Það fé sem enn er úti er í Hópsnesi, alls 269, og ekki alveg einfalt að smala því,“ segir Trausti. 

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...