Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Brúsastaðir
Bóndinn 4. desember 2014

Brúsastaðir

Gróa og Sigurður keyptu Brúsastaði árið 1994 af foreldrum Gróu, en þá var þar blandað bú. Þau breyttu í kúabú og stækkuðu það upp úr 2000 í það sem það er í dag.
 
Býli:  Brúsastaðir, Vatnsdal.
 
Staðsett í sveit: Húnavatnshrepppi, A-Hún.
 
Ábúendur: Gróa Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Hokrum ein í kotinu.
 
Stærð jarðar? Jörðin er 500 ha, öll grasi gróin.
 
Gerð bús? Mjólkur- og nautakjötsframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 140 gripir, þar af 50 mjólkurkýr og 10 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar hefjast í fjósinu og enda þar líka. Svo fer það eftir árstíðum hvað gert er þar á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og allt ræktunarstarf er mjög skemmtilegt. Leiðinlegast er stöðugur ágangur álfta og gæsa í túnum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár vonumst við til að allt verði hér í blóma.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum þau vera í þokkalegu lagi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem allra best.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er í skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, skyr og mjólk (aldrei coke).
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og kjötsúpa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er þegar við fluttum í nýtt fjós haustið 2002.

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...