Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Brú á milli bænda og stofnana
Af vettvangi Bændasamtakana 13. júní 2025

Brú á milli bænda og stofnana

Höfundur: Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.

Á dögunum funduðu bændur, fulltrúar Matvælastofnunar og við hjá Bændasamtökum Íslands. Slíkir fundir eru mikilvægir – því þeir snúast ekki bara um reglur, verklag og eftirlit – heldur líka um traust, samskipti og samstarf.

Hlutverk Bændasamtakanna

Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök íslenskra bænda og okkar meginhlutverk er að gæta hagsmuna bændastéttarinnar. Við mótum stefnu í málefnum bænda og landbúnaðar, með hliðsjón af því umhverfi sem bændur starfa í – regluverki, rekstrarskilyrðum, umhverfismálum og loftslagsáskorunum. Við vinnum að framförum og eflingu hagsældar í landbúnaði og tökum þátt í upplýstri og málefnalegri umræðu um framtíð íslensks landbúnaðar.

Við erum málsvari bænda út á við og það þýðir að við erum líka tengiliður og samráðsaðili við ríkisvaldið og stofnanir þess, þar á meðal Matvælastofnun.

Um Matvælastofnun – mikilvægt hlutverk og áskoranir

Við vitum öll að Matvælastofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Hún fer með stjórnsýslu matvælamála og ber meðal annars ábyrgð á neytendavernd, dýravelferð, heilnæmi matvæla og fleiri mikilvægum þáttum.

Þetta eru mál sem við tökum öll alvarlega. Bændur vilja sýna ábyrgð og vinna faglega en það er jafnframt mikilvægt að eftirlit og stjórnvaldsaðgerðir séu skýrar, sanngjarnar og lögmætar. Það gerist ekki af sjálfu sér – það þarf að vinna markvisst að því.

Brúin á milli

Það er þar sem Bændasamtökin koma sterkt inn – sem brú á milli bænda og stofnana. Við erum í reglulegu samtali við Matvælastofnun, ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði, þar sem við færum inn ábendingar sem við fáum frá bændum víðs vegar af landinu.

Við ræðum það sem gengur vel, og það sem þarf að laga. Við reynum að miðla raunverulegri mynd af aðstæðum á vettvangi, og við leitum sameiginlega að lausnum. Við erum ekkert alltaf sammála – en við höfum náð að skapa það traust að við getum rætt málin – og fundið lausnir í sameiningu. Það er dýrmætt og nauðsynlegt fyrir sameiginlegu markmiðin okkar allra – blómlegur landbúnaður, matvælaöryggi og aðbúnaður og velferð dýra.

Traust og gagnsæi í stjórnsýslunni – lögmætisreglan

Samskipti við stjórnvöld eru ekki alltaf einföld. Það krefst þess að við þekkjum okkar rétt og skyldur. Það krefst þess einnig að leikreglurnar séu skýrar. Þar gegna Bændasamtökin einnig lykilhlutverki. Við fræðum bændur um stjórnsýslu, og þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera – þá bregðast samtökin við.

Matvælastofnun þarf að lúta svokallaðri lögmætisreglu og felur í sér að allar ákvarðanir verða að byggja á lögum. Fyrir bændur er þessi regla mikilvæg vegna þess að hún tryggir að stjórnvöld fari ekki út fyrir sitt valdsvið eða beiti valdi sínu á ólögmætan hátt. Í stuttu máli má segja að stjórnvald má ekki aðhafast nema eiga sér viðhlítandi stoð í lögum. Þar koma Bændasamtök Íslands inn fyrir hönd bænda.

Félagsaðild að Bændasamtökum Íslands

Ef bóndi er aðili að Bændasamtökum Íslands og stendur frammi fyrir því að Matvælastofnun tók ákvörðun sem hefur ýmist ekki átt stoð í lögum eða hefur beitt sér á ólögmætan hátt beita samtökin sér gagnvart Matvælastofnun.

Í þessum tilvikum eru Bændasamtökin að beita sér oft fyrir lausn mála fyrir einstaka bónda, sem auðvitað er fordæmisgefandi fyrir alla aðra bændur.

Í öðrum tilvikum beita samtökin sér fyrir málefnum sem Matvælastofnun ber ábyrgð á eða kemur að sem varða ýmist alla bændur eða heila búgreinadeild.

Ábyrgð okkar allra

Við vitum að í gegnum tíðina hefur traust bænda á Matvælastofnun verið brotakennt en við þurfum öll að horfa fram á við. Það er ábyrgð okkar allra að byggja upp virðingu og gagnkvæmt traust – því það er lykillinn að því að landbúnaðurinn fái að blómstra og að eftirlit verði ekki ógn, heldur hluti af faglegu umhverfi sem við getum öll verið sátt við og er sanngjarnt. Við getum ekki tryggt að allir verði alltaf sammála.

Við getum hins vegar reynt að tryggja að allir fái að tjá sig, að ákvarðanir séu teknar á réttum forsendum og að bændur standi ekki einir þegar upp kemur ágreiningur.

Í sameiningu getum við byggt upp sterkara traust, gagnsærra samstarf og heilbrigðari stjórnsýslu fyrir íslenskan landbúnað.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...