Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Breytingar á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár miða að því að skýra gildandi ákvæði, samræma reglur og taka betur mið af ólíkum þörfum dýrategundanna.
Breytingar á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár miða að því að skýra gildandi ákvæði, samræma reglur og taka betur mið af ólíkum þörfum dýrategundanna.
Mynd / smh
Fréttir 6. nóvember 2025

Breytingar á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt drög að reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár í samráðsgátt stjórnvalda. Um endurskoðun á gildandi reglugerð er að ræða sem miðar að því að skýra gildandi ákvæði, samræma reglur og taka betur mið af ólíkum þörfum dýrategundanna.

Breytingatillögurnar byggja á reynslu og athugasemdum sem komið hafa fram við framkvæmd reglugerðarinnar sem tók gildi árið 2014.

Aukin þekking á velferðarþáttum

Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin hafi staðið nánast óbreytt frá gildistöku. „Við eftirlit stofnunarinnar höfum við rekið okkur á ýmis atriði sem við töldum að betur mætti fara og var því stungið upp á að fara í vinnu við endurskoðun reglugerðarinnar. Reglugerðin er gefin út sem velferðarreglugerð sauðfjár og geitfjár – en síðan er reglugerðin í raun eingöngu skrifuð út frá sauðfé. Reynt er að bæta úr því í endurskoðaðri reglugerð,“ segir Sigurbjörg.

Hún bætir við að aukin þekking á velferðarþáttum sauðfjár og geitfjár hafi komið fram og reynt sé að hafa hliðsjón af því við endurskoðunina.

Sauðfé og geitfé ólíkar dýrategundir

Í greinargerð með breytingartillögunum kemur fram að breytingar á 5. grein séu til að árétta og tilgreina nákvæmar um almenna meðferð á fé, svo sem að halda fé í hjörðum, daglegt eigið eftirlit yfir vetrartímann, nánar um rúning á sauðfé og sértæka umhirðu geita. Sett er inn ákvæði um skyldu til að fjarlægja hræ úr umhverfi lifandi dýra. Til að forðast misræmi í reglugerðum eru tekin út ákvæði sem fjalla um sértækar smitvarnir með tilliti til riðuveiki.

Breytingar á 6. grein eru til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir með misjafnar þarfir sem rétt er að tilgreina með ákvæðum. Einnig er áréttað að beit og fóður sé ávallt nægjanlegt og aðgengi að hreinu vatni sé ávallt til staðar.

Bannað að æxla saman geitfé og sauðfé

Þá bætist nýr málsliður við 9. grein: „Bannað er að æxla saman geitfé og sauðfé.“ Í greinargerðinni segir að breytingarnar séu til þess að árétta ákvæði 19. gr. laga um velferð dýra sem fjallar um takmarkanir á æxlun dýra. Bann við æxlun sauðfjár og geitfjár er til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir.

Loks má nefna breytingar á 14. grein, sem eru til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir með misjafnar þarfir og tilgreint að ekki megi halda sauðfé og geitur saman í kró og að geitur eigi að geta farið upp á palla í mismunandi hæðum. Einnig er ákvæði um að allt fé eigi að geta legið samtímis og að lágmarks legurými skuli vera úr efni með litla varmaleiðni sé gólfið úr málmi.

Opið er fyrir umsagnir í samráðsgátt til 7. nóvember.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...