Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi
Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi
Mynd / Nautastöðin
Á faglegum nótum 16. maí 2023

Breytingar á nautum í notkun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fagráð í nautgriparækt hefur samþykkt eftirfarandi breytingar á nautum í notkun.

Úr notkun fara Búkki 17031 og Ós 17034. Þeir hafa verið í notkun lengi og notkun á þeim farin að dvína. Einnig fer út notkun Keilir 20031, sem er kominn í einkunnina 107 og merki um minni notkun farin að sjást.

Inn komi í staðinn:

Simbi 19037. Einkunn 110. Hann er sterkur í afurðum og júgurgerð. Lægstu einkunnir eru 97 fyrir fituprósentu og 96 í endingu. Simbi er frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089.

Billi 20009. Einkunn 110. Hann er sterkur í afurðum, spenagerð og mjöltum. Lægsta einkunn er 90 fyrir frjósemi. Billi er frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051.

Billi 20009 frá Hríshóli í Eyjafirði

Pinni 21029. Einkunn 111. Hann er serkur í afurðum, mjöltum og skapi og er hvergi slakur, samkvæmt tilkynningu frá Ráðgjafamiðstöð landabúnaðarins. Pinni er frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. Jafnframt er bent á að Pinni er systursonur Tinds 19025.

Pinni 21029 frá Hvanneyri í Andakíl.

Sæði úr Simba og Billa er væntanlegt við næstu áfyllingar. Nánari upplýsingar má nálgast á nautaskra.is.

Skylt efni: nautgriparækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...