Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi
Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi
Mynd / Nautastöðin
Á faglegum nótum 16. maí 2023

Breytingar á nautum í notkun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fagráð í nautgriparækt hefur samþykkt eftirfarandi breytingar á nautum í notkun.

Úr notkun fara Búkki 17031 og Ós 17034. Þeir hafa verið í notkun lengi og notkun á þeim farin að dvína. Einnig fer út notkun Keilir 20031, sem er kominn í einkunnina 107 og merki um minni notkun farin að sjást.

Inn komi í staðinn:

Simbi 19037. Einkunn 110. Hann er sterkur í afurðum og júgurgerð. Lægstu einkunnir eru 97 fyrir fituprósentu og 96 í endingu. Simbi er frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089.

Billi 20009. Einkunn 110. Hann er sterkur í afurðum, spenagerð og mjöltum. Lægsta einkunn er 90 fyrir frjósemi. Billi er frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051.

Billi 20009 frá Hríshóli í Eyjafirði

Pinni 21029. Einkunn 111. Hann er serkur í afurðum, mjöltum og skapi og er hvergi slakur, samkvæmt tilkynningu frá Ráðgjafamiðstöð landabúnaðarins. Pinni er frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. Jafnframt er bent á að Pinni er systursonur Tinds 19025.

Pinni 21029 frá Hvanneyri í Andakíl.

Sæði úr Simba og Billa er væntanlegt við næstu áfyllingar. Nánari upplýsingar má nálgast á nautaskra.is.

Skylt efni: nautgriparækt

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...