Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændur á Bretlandseyjum eiga erfitt uppdráttar vegna hækkana.
Bændur á Bretlandseyjum eiga erfitt uppdráttar vegna hækkana.
Mynd / M&S
Utan úr heimi 16. júní 2023

Breskir bændur stynja undan verðhækkunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bretar glíma við miklar verðhækkanir á matvöru, rúm 19% að jafnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Hefur það leitt af sér ýmis vandkvæði fyrir bændur á Bretlandseyjum, ekki síður en neytendur. Jafn skörp hækkun hefur ekki sést í tæp 45 ár og valda henni margir samverkandi þættir, svo sem afleiðingar Covid-19 faraldursins, breytingar í kjölfar Brexit og innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Útsæði og áburður hefur hækkað umtalsvert í verði í Bretlandi eins og annars staðar og segjast bændur þar verða varir við nærfellt daglega hækkun á aðföngum til landbúnaðar. Svo tekið sé dæmi hefur kostnaður kartöflubónda í Pembrokeshire vegna áburðarkaupa farið úr 290 pundum í 900 á örfáum misserum, úr 50 þúsund íslenskum krónum í 158 þúsund krónur.

Hvað varðar hækkun á landbúnaðarvörum til breskra neytenda má nefna að agúrkur hafa til dæmis hækkað um 54%, gerilsneydd mjólk um 33% og kartöflur og smjör um 28%

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...