Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á myndunum sjáum við hluta leikarahópsins, þau Dagbjörtu Hjartardóttur, Guðbjart Þorvarðarson, Guðbjörn Ásgeirsson, Guðmund Jensson, Katrínu Hjartardóttur, Lísu Dögg Davíðsdóttur, Regínu Ösp Ásgeirsdóttur, Sólveigu Bláfeld Agnarsdóttur og Halldóru Unnarsdóttur leikstjóra, en hér er verið að græja sviðið og fara yfir texta.
Á myndunum sjáum við hluta leikarahópsins, þau Dagbjörtu Hjartardóttur, Guðbjart Þorvarðarson, Guðbjörn Ásgeirsson, Guðmund Jensson, Katrínu Hjartardóttur, Lísu Dögg Davíðsdóttur, Regínu Ösp Ásgeirsdóttur, Sólveigu Bláfeld Agnarsdóttur og Halldóru Unnarsdóttur leikstjóra, en hér er verið að græja sviðið og fara yfir texta.
Mynd / Aðsendar
Menning 20. nóvember 2023

Bréf frá Önnu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélagið Lauga á Snæfellsbæ, stendur nú fyrir æsilegri morðgátu sem bæði kitlar hláturtaugarnar og fær hárin til að rísa.

Var leikfélagið endurreist í fyrra á stoðum Leikfélags Ólafsvíkur eins og frægt er orðið og muna glöggir lesendur eftir því að nafngiftin Lauga var til heiðurs Sigurlaugu Heiðrúnu Jóhannsdóttur heitinni, formanni Leikfélags Ólafsvíkur til margra ára.

Völdu leikhúsmenn að þessu sinni að fara alveg í öfuga átt við síðast, þegar gamanleikritið Sex í sama rúmi var sett í sýningu, og setja nú á svið „morðgátu“ sem þau staðfærðu og gerist í þeirra nærumhverfi á Snæfellsnesinu.

Leikstjóri að þessu sinni er Halldóra Unnarsdóttir en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur svona verkefni að sér. Nafn leikritsins er Bréf frá Önnu og er eins og áður sagði morðgáta en með glettnu ívafi.

Sýningar verða að þessu sinni í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og áætlað er að sýna fjórar sýningar.

Svipað og í fyrra munu leikhúsgestir njóta hæfileika leikara sem sumir hafa aldrei farið á svið og
annarra sem hafa mikla reynslu.

Þarna er frábær hópur á ferð sem hlakkar mikið til að taka á móti sýningargestum og valda þeim heilabrotum um hver morðinginn er ... alla sýninguna!

Frumsýning var 17. nóvember önnur. sýning 18. nóvember, og þriðja sýning verður 22. nóvember og sú fjórða áætluð þann 24. nóvember. Miða er hægt að nálgast hjá þeim Sóleyju í síma 848 1505 og Nönnu í síma 865 7491 en miðaverð er 3.900 og posi á staðnum. Og nú er bara að skella sér á miða sem fyrst!

Skylt efni: Leikfélagið Lauga

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...