Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Mynd / Ibamagov
Fréttir 26. október 2022

Brasilískur kjúklingur eyðir Amazon

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýútkomin skýrsla rekur hvernig brasilískt kjúklingakjöt sem stendur breskum neytendum til boða er fóðrað á maís og soja sem hægt er að rekja til eyðingar regnskóganna í Amazon.

Brasilíska félagið JBS, sem er stærsta kjötafurðafyrirtæki heims, flutti umrætt kjúklingakjöt til Bretlands.

Skýrslan, sem gefin var út í samvinnu Reporter Brasil og Ecostorm, var gefin út á fimmtu­ daginn í síðustu viku. Þar er sagt að kerfin sem við búum við í dag séu ófullkomin þegar kemur að því að hindra notkun á fóðri af óstaðfestum uppruna. Guardian greinir frá.JBS hefur selt mikið magn kjúklings undir vörumerkinu Seara til Evrópu, Kína og Mið­ Austurlanda. Bretar fluttu inn kjúkling frá fyrirtækinu fyrir minnst 500 milljónir bandaríkjadala.

Kjötið hefur m.a. verið keypt af heildsölum, matvæla­framleiðendum og mötuneytum sem þjóna skólum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og smásölum.

Þrátt fyrir að JBS neiti öllum ásökunum, gátu skýrsluhöfundar rekið soja og maís sem samsteypan keypti beint til nokkurra stórra framleiðenda sem ræktuðu þessar afurðir á landi þar sem regnskógur hafði verið ruddur.

Skylt efni: Kjúklingar | utan úr heimi

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...