Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kýr í Mýrdalnum.
Kýr í Mýrdalnum.
Mynd / smh
Skoðun 22. apríl 2020

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Eftir að mánuður er liðinn frá því að takmarkanir voru settar á samkomur og ferðir fólks þá grillir í vorið. Þessi tími hefur reynst mörgum erfiður en vonandi lætur kórónuveiran brátt undan svo við getum farið að lifa eðlilegu lífi.

Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.

Viðbragðsteymi Bændasamtakanna, sem sett var á fót vegna kórónufaraldursins og áhrifa hans á landbúnað, hefur haldið 18 fundi frá miðjum mars. Þar hefur verið brugðist við þeim atriðum sem upp hafa komið hverju sinni. Samtökin hafa liðsinnt bændum og fyrirtækjum í gegnum þessar sérstöku aðstæður. Upplýsingar og leiðbeiningar hafa birst á vef Bændasamtakanna og einnig á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Fjölmörg atriði hafa komið inn á borð samtakanna, svo sem afleysingar, starfsskipulag í matvælafyrirtækjum, skráning afurðatjóna, upplýsingar um fóðurstöðu og margt fleira. Samstarf við stjórnvöld hefur verið til fyrirmyndar og allir hafa lagst á eitt.

Getum við mannað sláturhúsin í haust?

Nýjasta viðfangsefnið er að mæta vinnuaflsþörf á sauðburði og síðar í sláturtíð. Það er von að menn spyrji hvernig manna eigi sláturhúsin í haust ef að ferðatakmarkanir verða enn við lýði. Á síðustu árum hafa nokkur hundruð manns komið erlendis frá á hverju hausti til þess að vinna í sláturtíð. Ég hvet sláturleyfishafa til að horfa til þess að nota innlent vinnuafl eins og hægt er þar sem atvinnuleysi er í sögulegu hámarki. Bændasamtökin eru í samskiptum við hagsmunaaðila um að nálgast málið á þann hátt svo vinna megi gegn atvinnuleysi í landinu.

Endurskoðun garðyrkjusamnings gefur góð fyrirheit

Unnið er að endurskoðun á búvörusamningi við garðyrkjuna og eru viðræður bænda og ríkisvaldsins á lokastigi. Í samningnum felast ýmis tækifæri fyrir garðyrkjuna. Má þar nefna aukinn stuðning við útirækt, rannsóknir og ráðgjafarstörf ásamt sérstökum stuðningi til eflingar lífrænnar ræktunar. Hvet ég garðyrkjubændur til að nýta tækifærin sem felast í samningnum, en hann verður kynntur sérstaklega þegar búið verður að undirrita hann. Í framhaldi af frágangi á garðyrkjusamningi er fyrirhuguð endurskoðun á rammasamningi landbúnaðarins og er stjórn Bændasamtakanna að undirbúa þá vinnu.

Þéttum raðir bænda

Með hækkandi sól og auknu ferðafrelsi er nauðsynlegt fyrir stjórn BÍ að fara að vinna að félagskerfisbreytingum sem samþykkt var á síðasta Búnaðarþingi. Þar horfum við til að þétta raðir bænda og efla hagsmunagæsluhlutann sem ég tel lífsnauðsynlegan fyrir samtökin. Undanfarnar vikur hafa framkvæmdastjórar búgreinanna komið að viðbragðsteyminu og hefur þessi hópur unnið sem einn maður. Miklir möguleikar felast í þeim mannauði sem við höfum aðgang að og er nauðsynlegt að taka samtalið um hvort ekki megi ná fram auknu hagræði með breytingum. Það verður unnið í þessum atriðum í framhaldi af kórónufaraldrinum sem hefur í raun tekið allan tíma og orku stjórnarmanna fram til þessa. Við hlökkum til að eiga samtalið þegar fram í sækir.

Horfum til styrkleika landbúnaðarins

Nú þegar margar leikreglur eru öðruvísi en þær voru í upphafi árs er nauðsynlegt að horfa til styrkleika framleiðslugreina á Íslandi. Þar mun landbúnaðurinn skipta miklu á grundvelli fæðuöryggis til framtíðar. Það verður ekki hjá því komist að horfa til alþjóðasamninga og þá ekki síst við Evrópusambandið á grundvelli útgöngu Breta. Þar köllum við eftir því að landbúnaðurinn komi að þeirri endurskoðun. Það þarf nauðsynlega að styrkja skilgreiningar á tollum og vörum sem bera tolla. Það er von mín að við fetum spor til framtíðar í þeim efnum sem setja hagsmuni Íslands í öndvegi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...