Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar
Fréttir 11. ágúst 2015

BP greiði stærstu sekt fyrir mesta olíumengunarslys sögunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnendur BP olíufélagsins hafa samþykkt að greiða 18,7 milljarða bandaríkjadala, um 2.500 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna olíuleka sem átti sér stað í Mexíkóflóa árið 2010.

Fimm ríki í Bandaríkjunum, Louisiana, Mississippi, Alabama, Texas og Flórída, höfðuðu mál gegn fyrirtækinu vegna lekans sem er talinn einn sá versti í sögunni. Sektin verður greidd á 18 árum.

Í niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna segir ljóst að BP hafi gróflega vanrækt skyldu sína til að sinna mengunarvörnum á viðeigandi hátt og að með auknu eftirliti og viðhaldi hefði mátt koma í veg fyrir slysið. Af þeim sökum þótti hæfa að beita háum fjársektum vegna atviksins og féð notað til að reyna að bæta skaðann á náttúrunni sem af slysinu hlaust. Margir telja sektina allt of lága og að tjónið sem af slysinu hlaust sé óbætanlegt.

Undanfarin ár hafa innfæddir í Suður-Ameríku kært hvert olíufélagið á fætur öðru vegna olíuleka og olíumengunar í ám og á landi og ónógra mengunarvarna. Engin þessara kæra hefur enn sem komið er skilað árangri.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...