Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi
Á faglegum nótum 30. nóvember 2022

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá MAST.

Nýverið greind­ist Bovine Para­influenza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á landi.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir.

Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunar­færasýkingu í nautgripum. Ekki er talin ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða vegna greiningarinnar en Matvælastofnun vill upplýsa um málið og um leið minna á mikilvægi sóttvarna í umgengni við nautgripi.

Ekki hafa verið mæld mótefni reglubundið gegn þessari veiru þannig að ekki er vitað hvort um er að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran sé útbreidd í nautgripastofninum. Veiran veldur oftast vægum einkennum og sýking getur því hafa farið það dult að ekki hafi orðið vart við hana.

Öndunarfærasýkingar eru mjög sjaldgæfar í nautgripum á Íslandi og sýni því sjaldan tekin til rannsókna á smitefnum sem þeim valda og ekki hefur verið talin ástæða til þess að skima fyrir þeim sérstaklega. En í ljósi þessarar greiningar er stefnt að því að kanna útbreiðslu veirunnar á næstunni.

Tilefni þess að gerð var mæling á mótefnum gegn þessari veiru, ásamt fleiri veirum, var að á kúabúi á NA­landi voru kýr með skitu og einkenni frá öndunarfærum á sama tíma. Kýrnar voru að veikjast af skitu í annað sinn á einu ári, sem er óvanalegt. Þær urðu mun veikari í seinna skiptið og sýndu eins og áður segir einkenni frá öndunarfærum á sama tíma.

Um var að ræða þurran hósta, mæði við áreynslu og blóðnasir. Einkennin fóru yfir allt fjósið en minna virtist vera um blóðnasir hjá kálfunum. Tekin voru sýniúr6kúmábænumogsá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum um að senda sýnin til erlendra rannsóknarstofa í viðeigandi rannsóknir miðað við sjúkdómseinkenni. Sýnin voru öll neikvæð m.t.t. mótefna gegn smitandi slímhúðarpest (BVD), smitandi barkabólgu (IBR (BHV1)) og smitandi öndunarfærabólgu (BRSV) en 5 sýni af 6 voru jákvæð hvað varðar mótefni gegn Bovine Parainfluensa 3 virus (BPIV3).

BPIV3 er landlæg í nautgripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfirleitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Ekki varð vart við nein alvarlegri einkenni í kjölfar sýkingarinnar á umræddum bæ og hafa gripirnir allir náð sér og eru einkennalausir.

Þó BPIV3 hafi ekki greinst áður hér á landi telur Matvælastofnun ekki ólíklegt að BPIV3 sé í einhverjum mæli til staðar í nautgripum. Fyrirhugað er að taka sýni víða á landinu á næstu mánuðum til að kanna útbreiðslu veirunnar.

Mikilvægt er að bændur og allir sem starfa sinna vegna koma inn á kúa­ og nautaeldisbú gæti ávallt vel að sóttvörnum. Mikilvægustu liðir í að draga úr hættu á smitdreifingu er að klæðast hreinum hlífðarfatnaði, þrífa skófatnað vel eftir hverja heimsókn og þvo hendur.

Tekið skal fram að veiran veldur ekki sýkingum í fólki og hefur ekki áhrif á heilnæmi mjólkur og kjöts.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...