Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Höfundur:  Anna Dóra Jónsdóttir

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull.

Stærðir og mittismál: xsmall 60 cm, small 64 cm, medium 70 cm, large 80 cm og xlarge 86 cm.                                       

Efni og áhöld: 60 cm hringprjónar nr 4 og nr 5.                                                                                                                             

Aðallitur 120-200 gr tvöfaldur þingborgarlopi, meira ef pilsið á að vera síðara.                                                          

Munsturlitur 20 gr Slettuskjótt, litaður tvöfaldur Þingborgarlopi eða Dóruband, litað tvíband.                                      

Fytja upp 112-120-128-136-144 lykkjur á 60 cm hringprjón nr 4, prjóna stroff 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið ca 5 cm, skipta yfir á hringprjón nr 5 og prjóna slétt samkvæmt munstri. Setja merki í hliðar, þ.e. merki 1í byrjun umferðar og merki 2 eftir 56-60-64-68-72 lykkjur.

Prjóna síðan áfram þar til pils mælist 16-20 cm, þá eru prjónaðar styttri umferðir á bakhluta þannig: prjóna þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 1, sem er í byrjun umferðar, snúa röngunni að sér og passa að bandið sé fyrir framan, snúi að manni, taka 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón, þá færist bandið líka yfir á hægri prjón, og setja bandið yfir prjóninn, afturfyrir, þá er eins og lykkjn sé tvöföld, þetta prjónast saman seinna og varnar því að gat myndist, prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 2, snúa réttunni að sér og gera eins og áður, hafa bandið fyrir framan og setja 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón og færa bandið yfir prjóninn og prjóna síðan slétt þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrst snúningi, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrsta snúningi í hinni hliðinni, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og gera eins og áður, snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið og snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og er þá búið að snúa samtals 6 sinnum, þrisvar sinnum í hvorri hlið, prjóna áfram í hring, passa að prjóna saman bæði böndin þar sem var snúið.

Hægt er að nálgast kennslyndband um stuttar umferðir á youtube .com, “german short rows”.

Prjóna slétt áfram þar til pils mælist ca 30 cm (mælt á framstykki) smekksatriði hvað pilsið á að vera sítt, Tekið úr í næstu umferð þannig:* prjóna 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman* endurtakata frá * til* út umferð, prjóna 2 umferðir slétt, skipta yfir á prjóna nr 4 og prjóna stroff 2 lykkjur sléttar og 2 lykkjur brugðnar, 5-10 cm, fella laust af og ganga frá endum. Þvo pilsið í höndum og leggja flatt til að þorna.                   

Skylt efni: íslenskur lopi

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...