Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Borgfirskur flamenkó-gítarleikari og spænskir listamenn bjóða til veislu
Líf&Starf 30. júní 2021

Borgfirskur flamenkó-gítarleikari og spænskir listamenn bjóða til veislu

Þessa dagana eru spænskir flamenkó-listamenn að troða upp víða um land í samvinnu við borgfirska gítarleikarann Reyni Hauksson. Þetta er í þriðja sinn sem sýningarnar „Flamenkó á Íslandi“ eru haldnar á Íslandi en þar koma fram bæði íslenskir og spænskir listamenn.

Tilefnið er útgáfa fyrstu íslensku flamenkó-hljómplötunnar sem Reynir Hauksson gaf út í fyrra. Sýningarnar áttu að fara fram síðasta vor en vegna kórónuveirufársins þurfti að fresta þeim. Listamennirnir eru því búnir að bíða lengi spenntir eftir tækifærinu til að koma fram.

Hljómsveitina skipa fjórir spænskir flamenkó-listamenn ásamt Reyni Haukssyni frá Hvanneyri. Sveitin mun einbeita sér að landsbyggðinni í ár þar sem hún boðar fagnaðarerindið með flamenkósöng og dansi.


Sýningarnar fara fram á eftirtöldum stöðum:

Græna Hattinum 1. júlí

Valhöll Eskifirði 2. júlí

Borgarfirði-Eystri 3. júlí

Gamla Bíó í Reykjavík 8. júlí

Frystiklefanum Rifi 9. júlí

Hvanneyri Pub 10. júlí

Vestmannaeyjum 11. júlí


Hljómsveitna skipa:

Reynir del Norte - Gítar

Jorge el Pisao - Gítar

Jacób de Carmen - Söngur

Paco Fernández - Dans

Cheito - Slagverk


Miðar eru aðgengilegir hér á Tix.is.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...