Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Borgaralaun fyrir bændur
Mynd / Jón Eiríksson
Lesendarýni 8. nóvember 2023

Borgaralaun fyrir bændur

Höfundur: Halldóra Mogensen, alþingismaður.

Núverandi staða bænda er óásættanleg. Stöðugar fréttir berast af því að stór hluti bænda ráði ekki við gífurlegar vaxtahækkanir og verðbólgu síðustu mánaða.

Halldóra Mogensen.

Kallað hefur verið eftir auknu fjármagni af hendi stjórnvalda og því ákalli verður að svara. Staða bænda er brýn og mikil hætta er á að fjöldi bænda endi í gjaldþroti eða rétt nái að skrimta með því að vinna fulla vinnu samhliða bústörfum. Þetta er óásættanleg staða fyrir bændur og samfélagið allt.

Við í Pírötum höfum talað lengi fyrir borgaralaunum. Hugmyndin um borgaralaun er sú að allir fái úthlutað upphæð sem nægir til þess að ná endum saman óháð atvinnu eða félagslegri stöðu. Skilyrðislaus grunnframfærsla gæti hentað bændum vel þar sem störf bænda eru oft árstíðabundin og sveiflukennd. Borgaralaun tryggja reglulega innkomu og aukinn stöðugleika og þar sem launin eru skilyrðislaus stuðla þau jafnframt að aukinni nýliðun og nýsköpun í greininni.
Það hefur lengi verið fyllilega ljóst að núverandi styrkjakerfi setur bændum of þröngar skorður og þegar harðnar í ári líkt og nú þá sitja bændur eftir með háar skuldir, himinháa vexti og síhækkandi verð á aðföngum.

Núverandi landbúnaðarstefna leggur of mikla áherslu á framleitt magn, sem getur bæði ýtt undir offramleiðslu og veitir fólki ekki svigrúm til að rækta það sem það langar helst. Þessu þarf að breyta. Auk borgaralauna þarf að innleiða betri framleiðslustyrki sem og hvatastyrki til að stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Þá væri meiri hvati til að stunda aðra ræktun meðfram hefðbundnum búskap, eins og til dæmis baunarækt, berjarækt, hamprækt, kornrækt og þörungarækt. Auk þess væri hægt að vinna að umhverfis- og loftslagstengdum verkefnum eða hverju því sem bændum og öðrum framsýnum einstaklingum dettur í hug að framkvæma.

Það gleymist oft að kerfi eru búin til af fólki. Þau eru afrakstur hugmynda og málamiðlana um hvernig best sé að skipuleggja og reka samfélög. Ekkert af því er meitlað í stein, ekkert af þessu er ófrávíkjanlegt náttúrulögmál. Núverandi kerfi þjónar ekki lengur bændum né breyttum þörfum samfélagsins. Við verðum að tryggja matvælaöryggi á tímum loftslagsbreytinga og örra tæknibreytinga.

Okkur ber að útfæra betra kerfi, kerfi sem tryggir bændum skilyrðislausa grunnframfærslu sama hvernig viðrar og stuðlar að nýsköpun og nýliðun í greininni. Breytingar í landbúnaði og matvælaframleiðslu hér á landi hafa ekki verið bændum til hagsbóta. Bændum fer sífækkandi og nýliðun í greininni er lítil.

Borgaralaun gætu verið skref í átt að nýrri framtíðarsýn í landbúnaði. Framtíðarsýn sem leggur áherslu á velsæld og öryggi bænda, matvælaöryggi, sjálfbærni og tryggir jafnframt að umhverfis- og náttúruvernd, velferð dýra, hagsmunir neytenda og heilbrigð byggðaþróun sé í forgangi þegar hið opinbera beitir hvötum eða styrkjum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...