Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bóndadagsblóm
Á faglegum nótum 24. janúar 2020

Bóndadagsblóm

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Bóndadagurinn markar upphaf þorra, sem er einn harðasti vetrar­mán­uð­urinn hér á landi. Þorri hefst 24. janúar og honum lýkur 23. febrúar, á konudaginn.

Ýmsir gamlir siðir tengjast bóndadeginum frá gamalli tíð en á undanförnum áratugum hefur sú ágæta hefð skapast að konur gefi bónda sínum blóm þann dag. Karlinn launar síðan konu sinni með blómagjöfum á fyrsta degi Góu, konudaginn.

Ljós í myrkri

Íslenskir blómaframleiðendur taka þessum sið fagnandi og hafa í rauninni átt nokkurn þátt í að skapa hann. Þórður Þorsteinsson, blómasali í Sæbóli í Kópavogi, mun fyrstur manna hafa auglýst bóndablóm til sölu í þorrabyrjun 1980.

Í dimmasta skammdeginu, þegar dagar eru stystir og myrkastir, leggja blómaframleiðendur nótt við dag við að rækta sem fjölbreyttastar tegundir afskorinna blóma í upplýstum gróðurhúsum svo anna megi þörfinni. Nú eru þeir í óða önn að ljúka ræktun margra tegunda sem munu fegra hús og híbýli á næstunni.

Úrval afskorinna blóma úr íslenskum gróðurhúsum

Í boði verða klassískar rósir, hinar tignarlegu liljur, sóllilja, gerbera í allri sinni litadýrð, krýsar, fresíur og statikur, grænar nellikkur og gullhrís, tegund sem ekki hefur verið ræktuð hér að ráði en verður spennandi að sjá í verslunum. Ekki má gleyma hinum litfögru túlipönum sem eru einkennisblóm vetrarins og vorsins hjá okkur. Pottaplönturæktendur luma síðan á ýmsu spennandi til að auka úrvalið.

Úrval afskorinna blóma úr íslenskum gróðurhúsum

Auðvelt er að nálgast búnt af bóndadagsblómum í verslunum en sjálfsagt er að benda á að í blómaverslunum er úrvalið glæsilegast, þekking starfsfólks mikil og þjónustan frábær enda fagfólk að störfum þar. Þá má hafa hugfast að sérhver dagur er bæði bónda- og konudagur.

 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...