Fylla brauðið með því sem hugurinn girnist – eða bara nautahakki.
Fylla brauðið með því sem hugurinn girnist – eða bara nautahakki.
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Höfundur: Haraldur Jónasson

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauðhleifur og vasabrauð eða pítubrauð situr þar mitt á milli. Það erfiðasta er oft hvað það tekur stundum langan tíma. Jafn vel marga daga. Þetta pítubrauð tekur rétt um þrjá klukkutíma og bara einn virkan – sem er ekkert í þessum fræðum.

Til þess að fá vasann til að myndast í stórri loftbólu þarf deigið að geta þolað nokkurn þrýsting. Það þýðir meðalrakt deig, þetta er rúmlega 60% blautt. Svo þarf að mynda sterkt og gott net af glútenpróteinum. Til þess að ná því kröftugu þarf að hnoða hressilega. Hægt er að nota hærivél með deigkrók eða hnoða í höndunum. Bæði betra.

Volgt vatn fer í skál. Hræra út í það ger og sykur. Gott að bíða aðeins til að sjá hvort gerið sé ekki örugglega lifandi. Strá hveitinu og saltinu yfir og byrja að hræra allt saman. Þegar deigið er komið saman er það hnoðað. Til að byrja með er deigið veikt eins og smákökudeig en styrkist smátt og smátt þangað til hægt er að toga það til án þess að það slitni. Þá fer deigið í olíusmurða skál og fær að hefast undir plasti eða blautu stykki þangað til það hefur tvöfaldast. Tekur sirka tvo tíma, helst í hendur við styrk gersins og hita „bakarísins“.

Mótun og strekking

Næst er að skipta deiginu í jafna búta. Nett heimapítubrauð ætti að vera í kringum 80 grömm að þyngd. Þegar búið er að skipta deiginu ættu, ef allt hefur gengið vel, að vera 10 deigbútar. Þá þarf að styrkja enn frekar með því að toga tvær hliðar út og þrýsta þeim saman í miðjuna, snúa í hálfhring, toga tvær hliðar í viðbót og setja þær inn í miðjuna. Halda þessu áfram fjórum sinnum sem þýðir 8 togaðir endar. Einmitt jafnmargir og lappirnar á könguló. Gott að ímynda sér að verið sé að setja bleyju á eina slíka. Flippa deigbollunni þannig að samskeytin snúi niður. Draga hana svo eftir borðinu nokkra sentimetra. Ekki nota neitt hveiti á þessu stigi. Mynda núning milli bollunnar og borðplötunnar. Snúa bollunni og endurtaka þangað til bollan stendur slétt, sterk, kringlótt og keik. Þannig hefast hún upp og jafnt sem er upphafið að vasanum. Raða þeim svo öllum undir viskastykki. Hefa í hálftíma eða svo.

Þegar bollurnar hafa stækkað um rúman sentímetra þarf að fletja þær. Færa þær á borðflöt með snefilmagni af hveiti, alls ekki miklu hveiti. Þrýsta örlítið með fingrunum til að byrja með og fletja svo með kökukefli. Ekki of þunnt. 80 gramma bolla endar sem sirka 10 cm hringur, tæpur sentimetri á þykkt. Flytja yfir á vaxpappír eða viskastykki og hafa viskastykki ofan á deiginu svo það þorni ekki. Leyfa disknum að taka sig í korter eða svo á meðan ofninn hitnar.

Hitaboxið

Það er hægt að elda brauðið á marga vegu; pitsuofn er frábær leið og það er hægt að elda pítubrauð á góðri pönnu. Gamli góði bakaraofninn er þó einfaldasta og þægilegasta leiðin. Helst með pitsusteini. Ofnar geta verið mismunandi en 225 gráðu hiti og blástur er ágætis byrjun. Um að gera að prófa sig áfram með hita og blástur.

Velta brauðinu af vaxpappírnum eða viskastykkinu í lófann. Fara varlega, það þarf að passa upp á allt gerprumpið inni í brauðinu. Það mun taka 2–3 mínútur að baka brauðið, flippa því eftir rúma mínútu. Vasinn myndast yfirleitt í seinni hálfleik og það gæti þurft eina eða tvær tilraunir til að ná taktinum.

Fyllingin fer eftir smekk. Allt frá þurrsteiktu hakki upp í kalkúnaloku á þakkarkjörðardaginn.

Pítubrauð í grömmum & bakaraprósentu

500 g hveiti - 100%
315 g vatn - 63%
15 g sykur - 3%
10 g ger - 2 %
10 g salt – 2%

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...