Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tvær þriggja nýútgefinna bóka sem fjallað er um.
Tvær þriggja nýútgefinna bóka sem fjallað er um.
Menning 6. júní 2023

Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað árið 1996 og innan skamms urðu félagarnir yfir eitt hundrað að tölu en það hefur haldist nær óbreytt síðan.

Segir formaðurinn, Magnús Stefánsson, frá því að þarna hafi orðið til sameiginlegur vettvangur ljóðaunnenda og skálda. Félagið hefur verið hugsað sem sameiginlegur vettvangur höfunda og annarra ljóðaunnenda þar sem félagsmenn eru hvattir til, og studdir í, að gefa út eigin verk enda ljóðahefð Austfirðinga sterk.

Fyrsta bók hins nýja ljóðafélags, Raddir að austan – Ljóð Austfirðinga, var útgefin árið 1999, en þar má finna ljóð og lausavísur eftir 122 austfirska höfunda sem allir voru á lífi við útkomu bókarinnar. Tveimur árum síðar hóf félagið útgáfu á flokki ljóðabóka sem ber nafnið Austfirsk ljóðskáld og hefur útgáfan haldist árlega nú í rúm tuttugu ár.

Sú nýjasta kom út sl. haust, Öræfanna andar svífa, en þar má finna úrval ljóða fjögurra systkina frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði. Bók númer 23 er í undirbúningi, ljóð Iðunnar Steinsdóttur frá Seyðisfirði. Magnús segir frá því að fljótlega hafi framboðið aukist verulega, ljóðahandrit orðið fleiri en komust að í flokknum og félagið fór að gefa út það sem þau nefni „aukabækur“. Svo skemmtilega vill til að þær eru líka orðnar 22 talsins og félagið þá alls gefið út 44 bækur.

Erfitt sé þó að láta sölu ljóðabóka standa undir útgáfukostnaði en félagið njóti góðs af styrkjum. Má þar nefna Uppbyggingarsjóð Austur- lands, sem hefur styrkt útgáfuna mörg síðustu ár, auk sveitarfélaga á Austurlandi. Félagar greiði ekki eiginlegt félagsgjald heldur kaupa eitt eintak af bókum í flokknum Austfirsk ljóðskáld og gera þannig félaginu kleift að halda bókaútgáfunni áfram.

Auk bókar systkinanna frá Heiðarseli voru nýverið gefnar út bækurnar Söngvar norðursins, eftir Grænlendinginn Knud Rasmussen, í þýðingu Björns Ingvarssonar.

Var Knud þekktur fyrir heimskautsleiðangra sína og rannsóknir á norðurslóðum enda afar sterk tenging við náttúruna einkennandi í verkum hans.

Einnig var gefin út bókin Ekkert eitt eftir Söndru Ólafsdóttur, sem hefur skrifa sig í gegnum erfiðar tilfinningar ýr myrkri í ljós. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...