Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www,garn.is

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.

DROPS mynstur: cl-075

Stærð: ca 23 cm á breidd og ca 21 cm á lengd.

Garn: DROPS COTTON LIGHT fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is. 1 tuska er ca 47 g.

Litir á mynd: hvítur nr 02, natur nr 01, ljós beige nr 21, perlugrár nr 31, mintu nr 27.

Prjónar: nr 3 – eða sú stærð sem þarf til að 23 lykkjur með garðaprjóni verði 10 cm á breidd.

Uppskriftin: Tuskan er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 52 lykkjur á prjóna 3 með Cotton Light. Setjið 1 prjóna - merki í hvora hlið innan við 4 lykkjur frá kanti.

UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt.

UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt.

UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 4 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 sléttar lykkjur (prjónið 2 lykkjur í sömu lykkju með því að prjóna í fremri og aftari lykkjubogann) = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 4 (= ranga): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni yfir á hægri prjón yfir fyrstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 lykkjur slétt = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 5 (= rétta): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni á hægri prjón yfir fremstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur út umferðina.

UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umferð 3 til 6.

Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 21 cm – endið eftir umferð 6, fellið af.

Prjónið aðra tusku alveg eins úr hverjum og einum lit sem eftir er.

Skylt efni: tuskur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...