Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Mynd / Elínborg Erla
Fréttir 14. október 2025

Blöndudalshólar nýir framleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega bættist bærinn Blöndudalshólar við flóru lífrænt vottaðra grænmetisframleiðenda.

Ábúendur eru þau Friðgeir Jónasson og Andrea Mueller, sem ráku hefðbundið kúabú fram til ársins 2018. Þá ákváðu þau að hætta með kýrnar en vildu áfram búa í sveitinni. Andrea fékk þá hugmynd árið 2020 að fara út í ræktun á grænmeti og þá helst útiræktun.

Afurðirnar seldar beint frá býli

„Árið 2021 plöntuðum við í skjólbelti sem koma til með að mynda skjól fyrir ræktunina þegar fram líða stundir og höfum við haldið áfram þeirri vinnu á hverju sumri síðan þá.

Við vildum frá byrjun hafa ræktunina lífræna og fórum því fljótlega í aðlögunarferli hjá Vottunarstofunni Túni. Nú er því aðlögunarferli lokið og höfum við fengið fullnaðarvottun á ræktunina,“ segir Andrea.

Hún segir að þau hafi einnig nýverið fengið vottun frá Bicyclic Vegan International um að engar dýraafurðir séu notaðar við ræktunina, svo sem húsdýraáburður eða fiskimjöl.

„Við höfum prófað okkur áfram með ræktun á ýmsum kál- og salattegundum, ýmsum kryddtegundum, rófum, kúrbítum og fleiru. Nú í vor ákváðum við síðan að bæta við ræktun á kartöflum. Afurðirnar höfum við selt beint frá býli.“

Markmiðið að byggja upp hægt og rólega

Að sögn Andreu hafa þau einnig verið að prófa sig áfram með framleiðslu á eigin moltu.

Markmiðið sé að reyna að byggja upp ræktunina hægt og rólega án þess að fara út í miklar fjárfestingar.

Skylt efni: Lífræn ræktun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...