Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Frá sýningunni 2010.
Frá sýningunni 2010.
Fréttir 27. júní 2014

Blóm í bæ

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ í Hveragerði verður sett í dag – og haldin þar með í fimmta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina. Sýningin stendur fram á sunnudag.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.

Þema sýningarinnar í ár verður „Regnboginn“ og munu blómaskreytar töfra fram skrautlegar skreytingar í þeim anda.

Blómaskreytar/Listamenn frá a.m.k 8 löndum vinna að verkefni sem kallast LandArt en það eru listaverk unnin úr náttúrunni í náttúruna.

Sýningar, markaðir og fræðsla verða alla sýningardagana.

Sýningin er fjölskyldumiðuð, fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í Hveragerði er gott tjaldsvæði sem verður opið alla dagana.

Gjaldtöku fyrir markaðsbása verður haldið í lágmarki með það að markmiði að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í sýningunni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...