Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Blessaðir ólígarkarnir
Skoðun 24. mars 2022

Blessaðir ólígarkarnir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stríðið í Úkraínu hefur opnað augu fólks fyrir ýmsum furðulegheitum sem tengjast stríðandi aðilum þó enn kjósi margir að trúa bara því sem hentar best. Enda er sannleikurinn yfirleitt það fyrirbæri sem fyrst fýkur út um gluggann í stríði.

Mikið fer fyrir umræðu um rússneska ólígarka (oliharchs), sem svo eru kallaðir, og urðu skyndilega ríkir og vellauðugir við hrun Sovétríkjanna sálugu sem staðfest var með undirritun Alma-Ata samningsins 21. desember 1991. Ólígarkarnir, eða frumkvöðlarnir eins og þeir voru líka kallaðir, urðu í raun til þegar ákveðið var að fara í einkavæðingu á orku- og iðnaðarinnviðum gömlu Sovétríkjanna. Þá var gott að eiga vini í háum stöðum í nýju Rússlandi.

Vesturlandabúar, og Íslendingar þar á meðal, eru nú mjög uppteknir af að fordæma þá olígarka sem þarna spruttu upp og efnuðust óstjórnlega við að ná undir sig ríkiseigum gamla stórveldisins. Þar má meðal annars nefna orkukerfið með öllum sínum olíuiðnaði, sem Þýskaland og fleiri ESB ríki eru nú afskaplega háð.

Talandi um ólígarka, þá má velta því fyrir sér hvort það skipti máli af hvaða þjóðerni þeir peningamenn eru sem kunna að nýta sér tækifærin þegar pólitískri fulltrúar þjóða ákveða að bjóða þeim aðgengi að eigum almennings fyrir slikk. Ætli rússneskir ólígarkar séu eitthvað verri en kollegar þeirra af sama sauðahúsi í öðrum löndum þegar upp er staðið? Hvort við köllum þá ólígarka eða eitthvað annað skiptir væntanlega engu máli.

Við kölluðum snillingana sem fleyttu rjómann af íslensku samfélagi fyrir bankahrunið 2008 útrásarvíkinga. Allt voru það snillingar á sinn hátt í að maka sína króka og áttu þá auðvelt með að eignast vini í ótrúlegustu kimum íslenskra stjórnmálaflokka til hægri og vinstri.

Á Íslandi þurfti ekki að leggja niður eitthvað sovét til að opna kjötkatlana og hefja hér ólígarkauppeldi í stórum stíl. Aðeins þurfti að búa til fáein lög um kvóta og frjálst og óháð framsal veiðiheimilda, til að blása almennilegu lífi í nasir þessara nýju þjóðfélagsþegna. Upp úr þessu spratt mikil gróska og hugmyndaauðgi um hvernig mætti betur nýta verðmæti almennings sem lágu fyrir hunda og manna fótum og voru auk þess án nokkurra hirða að séð varð. Ríkisstofnanir voru seldar fyrir slikk og stundum var jafnvel aldrei ljóst hvort nokkuð hafi komið upp í kaupverðið. Samt dugði það vel til að kaupa einn banka og annan, jafnvel með fallegum loforðum um að nýta rúblugróða frá sjálfu draumalandi „orginal“ ólígarka. Auðvitað voru það svo tóm leiðindi að setja út á það þegar peningaloforðin reyndust mörg í plati og öll þessi spilaborg hrundi til grunna einn góðan haustdag 2008.

Batnandi mönnum er samt best að lifa. Búið var að sannreyna uppskriftina að getnaði almennilegra ólígarka á Íslandi og ástæðulaust að láta svo góða uppskrift fara forgörðum. Nóg er líka til af eignum sem skrifaðar eru á þjóðina og best að losa hana við slíka bagga. Orkukerfið reyndist rússneskum ólígörkum mikill happafengur líkt og kollegum þeirra í ESB og því skyldi slíkt hið sama ekki geta átt við okkar eigin ólígarka? Þó löngum hafi verið þrætt fyrir að innleiðingar ótal orkupakka myndi leiða til uppskipta og sölu á stærsta orkufyrirtæki landsmanna, þá er nú búið að opinbera áhugann á slíku í röðum alþingismanna. Enda til hvers að láta þjóðina sitja uppi með slíkan ófögnuð þegar duglegir menn geta grætt svo miklu meira á því bixi? Orkuna sjálfa, sem hér drýpur af hverju strái, geta ólígarkar af íslenskum ættum síðan gert að enn meiri pening með innleiðingu á mælum, – sem eru sagðir afskaplega smart.

Skylt efni: Ólígagar

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f