Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Menning 28. mars 2024

Blessað barnalán

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikklúbbur Laxdæla setur nú á svið verkið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson, en félagið fagnaði hálfrar aldar afmæli árið 2021 með pomp og prakt.

Hefur leikfélagið verið starfandi síðan í mars 1971, stofnað að tilhlutan Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur og Ungmennafélagsins Ólafs Pá, en þessi tvö félög höfðu áður staðið fyrir leiklistarstarfsemi í Dalasýslu. Fyrsta verk Leikklúbbs Laxdæla á sviði hét Skóarakonan dæmalausa sem aldrei áður hafði verið til sýninga hérlendis. Var það verk einnig sýnt á fertugsafmæli félagsins árið 2011.

Eftir nokkur ár mikillar virkni lagðist starfsemi þess í nokkurn dvala þar til í fyrra, en þá hlaut leikfélagið bæði styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og Uppbyggingarsjóði Vesturlands með það fyrir augum að koma verki á svið, og efla leikfélagið sem skyldi. Var verkið Vodkakúrinn sýnt fyrir fullu húsi og hélt þrjár sýningar í Dalabúð í apríl 2023.

Velgengnin var svo sannarlega innblástur til að halda áfram og hefur félagið nú ráðið Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra til starfa við að koma á svið gamanleikritinu Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Fjallar það um aldraða fimm barna móður sem grípur til hvítrar lygi til þess að fá börnin sín öll í heimsókn, eftir að þau afboða komu sína hvert af öðru.

Uppselt er á frumsýninguna þann 27. mars en önnur og þriðja sýning verða dagana 30. mars og 1. apríl – allar klukkan 20. Miða – og mat – má panta á netfanginu leikklubburinn@ gmail.com og miðaverð er 3.500 kr. en 3.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, en einnig er hægt að kaupa smáréttaplatta og drykki.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...