Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Blesastaðir 1a
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 20. maí 2020

Blesastaðir 1a

„Við fluttum á Blesastaði árið 1997. Þá var hér rekið myndarlegt kúabú sem við breyttum yfir í hrossarækt strax á fyrsta árinu.Við fáum um 20 folöld á ári sem svo flest eru seld einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segja ábúendurnir. 
 
 
Býli: Blesastaðir 1a.
 
Staðsett í sveit:  Á Skeiðunum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
 
Ábúendur: Magnús Trausti Svavarsson og  Hólmfríður Birna Björnsdóttir ásamt dætrum okkar, Karen, Hrafnhildi og Heklu Salome.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fimm manna fjölskylda, hundurinn Hera og kötturinn Tási.
 
Stærð jarðar? Um 330 ha. 
 
Gerð bús? Hrossaræktarbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 150 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgungjafir 07.30 og svo morgunmatur hjá okkur. 
Eftir það er farið í tamningar og útreiðar fram eftir degi, svo er útigangi gefið og kvöldgjafir um kl 18.00.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er mjög gaman að fá vel heppnuð folöld en akstur á rúllum virðist venjast illa.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, bara fleiri gæðingar.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við teljum að helstu tækifærin liggi í heilbrigði, hreinleika og gæðum íslenskra búvara og mikilvægt sé að nálgast neytendur út frá því.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Þær vörur sem enginn vill.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lax og nautakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eitt af því er þegar hryssan Gýgja frá Blesastöðum náði heilsu eftir erfiða köstun þar sem henni var ekki hugað líf og hefur síðan átt þrjú afkvæmi sem aldrei var reiknað með og er í fullu fjöri í dag.
 
 
Hera.
 
Králit.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...