Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sveitarstjórarnir (f.v.) Sylvía Karen Heimisdóttir, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppi, Ásta Stefánsdóttir, Bláskógabyggð, og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Grímsness- og Grafningshreppi, leiða „Sveitarfélög ársins 2025“ skv. BSRB og Gallup.
Sveitarstjórarnir (f.v.) Sylvía Karen Heimisdóttir, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppi, Ásta Stefánsdóttir, Bláskógabyggð, og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Grímsness- og Grafningshreppi, leiða „Sveitarfélög ársins 2025“ skv. BSRB og Gallup.
Mynd / samband.is
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins 2025“.

Útnefning Sveitarfélaga ársins er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

Í öðru sæti varð Grímsnesog Grafningshreppur, því þriðja Hrunamannahreppur og fjórða Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Árlega eru veitt verðlaun og viðurkenning fyrir sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin og fá þau sæmdarheitið Sveitarfélag ársins.

Þetta er fjórða árið í röð sem könnun af þessu tagi er gerð og hefur Bláskógabyggð fengið viðurkenningu á hverju ári. Frá upphafi hafa sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu raðað sér í flest efstu sætin. Er könnunin sögð veita mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi og stjórnun. Mælingin nái yfir fjölbreytta þætti og fáist heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi sveitarfélaganna.

Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki.

Skylt efni: Bláskógabyggð

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...