Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
„Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr,“ segir Guðni m.a. í grein sinni.
„Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr,“ segir Guðni m.a. í grein sinni.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 31. janúar 2025

Bláskelin er bjargvættur

Höfundur: Guðni Þ. Ölversson, fyrrverandi kennari.

Ein allra stærsta áskorun samtímans er hvernig hægt verður að mæta vaxandi þörf fyrir matvælaframleiðslu. Samhliða verður að finna leiðir til að koma í veg fyrir eyðileggingu vistkerfa.

Aðaláherslan verður lögð á niðurskurð í losun á gróðurhúsalofttegundum. Þar kemur bláskelin til sögunnar sem öflugt vopn í baráttunni fyrir frískari og „grænni“ ræktun en áður hefur þekkst.

Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr. Auk þess er hún góður liðsmaður þeirra sem berjast fyrir að draga úr mengun sjávarins.

Samkvæmt frétt í „NRK Östlandet“, telja norsku náttúruverndarsamtökin, BELLONA, að lausnin á nýframleiðslu matvæla, dýrafóðri og kolefnisgeymslu liggi í hafinu. Gæta verður þess að framleiðslan valdi lágmarks umhverfisáhrifum. Þetta er gömul speki en ekki ný.

Fiskeldi er í lykilhlutverki við umskipti yfir í „græna“ ræktun

Framleiðsla á eldislaxi er langstærsti hluti þess sem ræktaður er í kvíum inni á fjörðum og flóum í okkar heimshluta.

Að mati BELLONA verður að finna lausnir á þeim áskorunum sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir. Það þýðir að fiskeldi framtíðarinnar verður að draga úr umhverfisfótspori sínu og viðhalda heilbrigðu umhverfi í hafinu þar sem eldi fer fram. Það þarf að tryggja hringlaga stjórnun úrgangsstrauma og auka framleiðslu á tegundum neðar í fæðukeðjunni.

Margir líta sömu augum á bláskeljaeldi og fiskeldi. En þar er mikill munur á. Bláskelin veiðir sína eigin fæðu og hreinsar sjóinn en kvíalaxinn er að mestu fóðraður á verksmiðjuframleiddu fóðri frá bændum.

Þar sem bláskelin veiðir sína fæðu sjálf þarf hún að sjálfsögðu mikið pláss. Bláskeljarækt er matvælaframleiðsla sem nýtir það besta í grænni matvæla- framleiðslu. Því má segja að bláskelin geti verið ómissandi þáttur í lausn samfélagsverkefnis um græna fóðurframleiðslu fyrir bæði menn og skepnur.

Sjálfbært árið 2034

Ríkisstjórn Noregs hefur sett sér það markmið að allt fóður fyrir eldisfisk og búfé komi frá sjálfbærum aðilum árið 2034. Stefnt er að því að hlutfall innlendrar framleiðslu kjarnfóðurs fyrir búfé muni aukast úr 55% í 70%. Það þýðir að framleiðslan verður um 300 þúsund tonn á ári eingöngu fyrir búfé á landi.

Fiskå (fiska.no) stjórnar rannsóknarverkefni er lýtur að því hvernig bláskelin muni virka sem próteinhráefni í kjarnfóður. Þar á bæ hafa menn komist að því að búfé finnst bláskelin bæði bragðgóð og auðmeltanleg. Auk þess inniheldur bláskelin holla sjávarfitu eins og omega 3, litarefni og kalk sem gagnast vel í kjúklingaframleiðslu

Skylt efni: bláskel

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...