Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjóða sig fram í stjórn Bændasamtaka Íslands
Fréttir 7. mars 2024

Bjóða sig fram í stjórn Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sjö frambjóðendur hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Bændasamtaka Íslands næstu tvö árin, en sex meðstjórnendur munu skipa nýja stjórn með Trausta Hjálmarssyni, nýkjörnum formanni.

Af þeim stjórnarmönnum sem sitja nú í stjórn gefa tveir kost á sér til endurkjörs; þau Reynir Þór Jónsson, nautgripa­ og sauðfjárbóndi á Hurðarbaki í Flóa, og Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði.

Aðrir frambjóðendur eru Eyjólfur Ingvi Bjarnason, sauðfjár­ bóndi í Ásgarði í Dölum, Axel Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Bláskógabyggð, Sigurbjörg Ottesen, nautgripa- og sauðfjárbóndi á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi, Petrína Þórunn Jónsdóttir, svína­ og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða­ og Gnúpverjahreppi, og Björn Ólafsson, sauðfjár­ og skógarbóndi á Krithóli í Skagafirði. Til varastjórnar eru eftirfarandi frambjóðendur í kjöri: Eydís Rós Eyglóardóttir, alifuglabóndi á Vatnsenda í Flóahreppi, Steinþór Logi Arnarsson, sauðfjárbóndi á Stórholti í Dölum, og Björn Ólafsson, sauðfjár­ og skógarbóndi á Krithóli í Skagafirði.

Þess skal getið að þegar blaðið fór í prentun voru enn eftir 12 tímar af framboðsfresti. Kosið er á Búnaðarþingi 2024 sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík 14.–15 mars.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...