Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin
Líf og starf 20. september 2022

Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu, komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og Anton Helgi Jónsson skáld hljóti Borgfirsku menningarverðlaunin árið 2022.

Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir menningarmál og hins vegar ljóðlist og voru afhent í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. ágúst síðastliðinn.

Fróðleikur um búskaparhætti

Í greinargerð vegna verðlaunanna segir meðal annars að Bjarni Guðmundsson hafi verið ötull við að safna fróðleik um búskaparhætti frá upphafi landnáms til dagsins í dag og að þeim fróðleik hafi hann miðlað í fjölda bóka og rita og hann hljóti menningarverðlaun Minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar.

Einföld sem flókin fyrirbæri skilgreind

Um Anton Helga Jónsson segir að meðal helstu höfundareinkenna hans sé ríkt skopskyn sem með tímanum hefur fengið æ dýpri undirtóna. Hann beitir heimspekilegri nálgun á viðfangsefnin sem geta verið afar hversdagsleg, jarðbundin og líkamleg. Einföld sem flókin fyrirbæri eru skilgreind upp á nýtt með frumlegum og óvæntum hætti, tvíræðni og margræðni eru meðal helstu einkenna í skáldskap hans. Ljóðin afhjúpa hvers kyns mótsagnir mannlegs lífs, bresti samfélagsins en einnig einstaklingsins. Anton Helgi hlaut verðlaunin fyrir ljóðlist.

Um minningarsjóðinn

Minningarsjóður Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu var stofnaður 1974 og hlutverk hans er að leggja lið og vekja athygli á því sem vel er gert í menningarmálum í Borgarfirði og ljóðlist á Íslandi. Auk þess að halda á lofti minningu hjóna Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu.

Skylt efni: menningarverðlaun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...