Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bjarni framkvæmdastjóri Votlendissjóðs
Fréttir 14. nóvember 2018

Bjarni framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

Bjarni Jónsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Siðmenntar og þar áður framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.

Bjarni Jónsson.

Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að hlutverk hans sé að vinna að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. „Fjölmargir sérfræðingar eru í baklandinu og veita sérfræðiráðgjöf eins og Landgræðslan, Landbúnaðarháskólinn, Fuglavernd, Rannsóknarsetur HÍ á Suðurlandi og Náttúrstofurnar, Náttúrufræðistofnun, PWC, Vegagerðin, Háskóli Íslands ofl.

Markmið Votlendissjóðs er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Hlutverk hans er  að efla samstarf við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga.“

Sjóðurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni

„Endurheimt votlendis er afar mikilvægur þáttur í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til þess að ná markmiðum sem Íslandi hefur sett sér fyrir árið 2030. Með þeim nást markmið Sameinuðu þjóðanna að draga úr hlýnun jarðar,“ segir í tilkynningunni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...