Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á myndinni eru frá vinstri: Tara frá Sýrnesi, Vésteinn Garðarsson á Vaði, Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum, Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi, Böðvar Baldursson og Arnþór Máni Böðvarsson í Heiðargarði, Steingrímur Vésteinsson á Vaði, Embla frá Heiðargarði og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Bústöðum, en hann heldur í gimbur sem varð bandvön við smölunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Tara frá Sýrnesi, Vésteinn Garðarsson á Vaði, Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum, Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi, Böðvar Baldursson og Arnþór Máni Böðvarsson í Heiðargarði, Steingrímur Vésteinsson á Vaði, Embla frá Heiðargarði og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Bústöðum, en hann heldur í gimbur sem varð bandvön við smölunina.
Mynd / Hólmfríður Kristjánsdóttir
Líf og starf 12. janúar 2024

Bjargvættir

Höfundur: Ragnar Þorsteinsson, Sýrnesi

Um miðjan desember sást til kinda í sumarbústaðalandi í Jódísarstaðaskógi við Skjálfandafljót. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða þrjú hvít lömb. Þá voru liðnir um þrír mánuðir frá því að hefðbundinni smölun var lokið. Nokkur umferð hafði verið í skóginum, bæði frá bústöðum og við grisjun hans, en ekkert sést til kinda. Einnig hafði verið nokkuð leitað á svæðinu að svarbotnóttri veturgamalli á með svart lamb úr Sýrnesi. Um hádegi á Þorláksmessu sást svo aftur til þeirra við góðar aðstæður og þá var smalað saman góðu liði sem hljóp frá skötu og öðru Þorláksmessugóðgæti til smalamennsku!

Eftir tiltölulega stutta en snarpa atlögu náðust svo lömbin og þá kom í ljós að þau voru frá Sýrnesi í Aðaldal. Var þá búið að afskrifa þau úr bókhaldi og ekki talið að þau væru lifandi. Lömbin voru allvel á sig komin, nánast eins og þau væru að koma af kálbeit, metin af smölum í fituflokk 3+ og við vigtun voru hrútarnir 41 kg og 46 kg og gimbrin 39 kg. Þeim hefur síðan heilsast vel í húsi. Þrátt fyrir frekari leit hefur ekkert sést til þeirrar veturgömlu og lambsins hennar.

Hér má sjá Sveinbjörn Þór Sigurðsson, bónda á Bústöðum, sem heldur í bandvana gimbur, eitt þeirra
ævintýragjörnu dýrasem sjá má á myndinni hér að ofan.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...