Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Mynd / VH
Fréttir 22. september 2022

BÍ og Bbl. flutt í Borgartún 25

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands og Bændablaðið hafa flutt alla starfsemi sína í nýtt húsnæði að Borgartúni í Reykjavík. Þar með er hætt allri starfsemi samtakanna í Bændahöllinni við Hagatorg.

Nýja húsnæðið er í glæsilegu rúmlega 300 fermetra skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð að Borgartúni 25, 105 í Reykjavík.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að flutningarnir marki ákveðin tímamót í sögu samtakanna enda hafa þau haft aðsetur á sama stað frá árinu 1965. „Með sameiningu aðildarfélaganna og Bændasamtakanna á síðasta ári, höfum við náð að efla samtökin til muna og ná meiri samvinnu og slagkrafti í starfsmannahópnum um verkefnin.“

Undanfarið hefur starfsfólk samtakanna og Bændablaðsins unnið að flutningum úr Bændahöllinni á nýja staðinn og að koma sér fyrir. Flutningarnir gengu vel og er starfsemi samtakanna komin í eðlilegt horf og vinnsla Bændablaðsins á fullt undir nýju þaki.

Með flutningunum lýkur um sextíu ára starfsemi Bændasamtakanna í Bændahöllinni og þrátt fyrir að margir munu sakna gamla vinnustaðarins eru starfsmenn jákvæðir út af breytingunum og hlakka til að takast á við ný verkefni í nýju húsnæði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...