Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bitlaust
Mynd / Simon Sapper - Unsplash
Leiðari 11. janúar 2024

Bitlaust

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Tollvernd er eitt aðalverkfæri stjórnvalda til að stuðla að innlendri framleiðslu landbúnaðarvara.

Tollar á landbúnaðarvörur eru tvenns konar. Annars vegar verðtollur sem er lagður á sem hlutfall af innflutningsverði vörunnar. Hins vegar er magntollur sem er krónutala á hvert kíló sem flutt er inn. Magntollurinn hefur í mörgum vöruflokkum ekki tekið breytingum síðan árið 1995.

Dæmi um slíka vöru er smjör. Árið 1995, fyrir 29 árum, var ákveðið að magntollur smjörs væri 623 krónur á kílóið. Þessi krónutala hefur haldist óbreytt síðan. En á hartnær þrjátíu árum hefur verðgildi 623 króna tekið miklum breytingum. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar er raunvirði 623 króna árið 1995 alls 2.200 krónur í dag. Hækkunin nemur 253 prósentum.

Að þessu sögðu er augljóst að verðbólgan er fyrir löngu búin að éta upp það stjórntæki sem tollvernd á að vera. Það er þó ekki allt. Þrátt fyrir að álögð gjöld á innflutning hafi rýrnað að raunvirði um mörg hundruð prósent þá er staðan ýktari.

Árið 2007 var gerður samningur við Evrópusambandið þar sem Ísland veitti ESB-löndum almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum frá því sem öðrum þjóðum býðst, þannig að verðtollurinn fór úr 30% niður í 18% og krónutala magntollsins var lækkuð um 40%. Einnig voru þá innleiddir tollkvótar sem fela í sér að heimila innflutning tiltekins magns án tolla og eru þeir boðnir upp ár hvert. Um þetta útboð er fjallað hér í blaðinu.

Aukin eftirspurn hefur verið eftir nautakjöti á markaði í samræmi við aukinn fjölda ferðamanna en einnig vegna samdráttar í framleiðslu á íslensku nautakjöti. Þarna er því augljóst tækifæri fyrir innflytjendur að fylla inn í gat á markaðnum. Þetta hefur endurspeglast í síðustu útboðum á tollkvótum vegna innflutnings á nautakjöti frá Evrópusambandinu. Eftirspurnin hefur verið margföld á við framboð og jafnvægisverðið þá skiljanlega leitað upp á við. En einhverra hluta vegna var eftirspurnin nú síðast um þriðjungur þess sem hún var á sama tíma í fyrra og verðið féll úr 690 kr/kg í eina kr/kg.

Tollkvóti á eina krónu er það sama og galopinn og frekar skakkur samkeppnismarkaður, einmitt það sem ýmis hagsmunaöfl kynnu að vilja. Næstu mánuði fáum við að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, en þetta er síst af öllu hvetjandi staða fyrir innlenda framleiðendur, sem þegar standa höllum fæti.

Ef stjórnvöld ætla að tefla fram þeim veruleika í ræðu og riti að tollvernd sé beitt sem stjórntæki til að stuðla að innlendri framleiðslu þá hlýtur hún að þurfa að virka sem slík. Annars þýðir ekki að tala um þetta ógagnsæja tól sem eitthvað annað en hundleiðinlegt, pirrandi og bitlaust fyrirbæri.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...