Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Líf og starf 15. febrúar 2018

Biskupshúsið í Skálholti fær nýtt hlutverk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er augljóst að hraða þarf framkvæmdum eins fljótt og auðið er, einfaldlega vegna þess að hinn stöðugi straumur ferðamanna þarfnast þjónustu sem staðurinn getur ekki sinnt nema að litlu leyti við þær aðstæður sem nú eru,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, vegna nýs vígslubiskupshúss sem stendur til að byggja á staðnum. 
 
Haldin var samkeppni um hönnun hússins og var dómnefnd sammála um að mæla með tillögu ASK arkitekta til frekari útfærslu. Áhersluatriði keppnislýsingar voru: Innra fyrirkomulag, aðlögun húss að nýrri starfsemi, aðkoma og tengingar við nærliggjandi umhverfi og mannvirki, samhljómur við aðrar byggingar og umhverfi Skálholts og hagkvæmni í byggingu og rekstri. +
 
Svona mun biskupshúsið í Skálholti líta út samkvæmt tillögu ASK arkitekta.
 
Þjónustuhús fyrir  ferðamenn
 
Með breytingu á biskupshúsinu, frá því að vera heimili og móttökurými vígslubiskups, og aðstaða fyrir Skálholtsskórinn og organistann, verður nýja húsið  þjónustuhús fyrir kirkjugesti og ferðamenn. Reiknað er með að framkvæmdir við húsið hefjist í byrjun sumars. „Ég er hvorki fagmaður né spámaður og ætla ekki að geta mér til um kostnað eða byggingalok,“ bætti Kristján Valur við þegar hann var spurður út í kostnað við framkvæmdina. 

Skylt efni: Skálholt

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...