Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birtingaholt
Bóndinn 25. janúar 2023

Birtingaholt

Þau Svava og Bogi Pétur tóku við búinu árið 2016 af Mörtu og Ragnari, frænda Boga, en Bogi hafði þá starfað við búið í 4 ár. Búið er rekið með svipuðu sniði síðan þá, keyptir voru nýir mjaltaþjónar en þeir sem voru fyrir voru komnir til ára sinna. Einnig hafa þau hjón bætt við kindum og hestum á búið.

Býli: Birtingaholt 1.

Staðsett í sveit: Í Hrunamannahreppi.

Ábúendur: Bogi Pétur og Svava.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum þrjú börn; Sigrúnu Björk, 11 ára, Karítas, 8 ára og Breka Guðlaug, 3 ára. Tvo hunda; Rökkva, 12 ára og Perlu, sem er hvolpur. Inniköttinn Tímon og tvær fjósakisur, Litlu Kisu og Mæju.

Stærð jarðar: 430 ha, 150 ræktaðir.

Gerð bús: Blandaður búskapur með mjólkurframleiðslu í aðalhlutverki, erum með allt að 120 mjólkurkýr og 2 DeLaval mjaltaþjóna.

Fjöldi búfjár: 260 nautgripir, 20 kindur og 15 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Förum í fjósið kvölds og morgna og sinnum ýmsum verkum þar yfir daginn. Gjafir eru líka partur af öllum vinnudögum ásamt hinum ýmsu verkefnum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Flest verk eru skemmtileg þegar vel gengur, rúlluhirðing er líklega ekki vinsælasta verkið. Börnunum finnst gaman að vera í kringum féð og kálfana og öll fjölskyldan nýtur sín saman í hestamennsku. Það er líka skemmtilegt að rækta, bæði búpening og gróður, það er afar gefandi og skemmtilegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Með svipuðu sniði og vonandi meiri kvóta.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Lamba- og nautasteik er oft á borðum og börnin halda mikið upp á grjónagraut. Pitsa er líka vinsæl.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar við tókum við búinu stendur auðvitað upp úr og þegar við kvöddum flórsköfurnar og fengum okkur flórgoða, það voru góð tímamót í fjósinu hjá okkur. Eftirlætiskýr og gæðagripir eru líka alltaf eftirminnileg og var mjög gaman og eftirminnilegt þegar fyrsta folaldið í okkar ræktun fæddist.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f