Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birki er víða illa farið eftir birkikembu.
Birki er víða illa farið eftir birkikembu.
Fréttir 18. júlí 2019

Birkið er víða illa farið eftir birkikembu

Höfundur: Magnús Hlynur

Birkitré eru víða mjög ljót eftir birkikembu, sem er skaðvaldur á trjánum, ekki síst þar sem hún hefur verið áður eins og á Suðurlandi, Vesturlandi og á stöku stað á Norðurlandi, t.d. er birkið illa farið á Akureyri.

„Við höfum síðan frétt af því að hún sé komin í Barðastrandarsýslu, en þar höfum við ekki haft fregnir af henni áður. Á Austurlandi eru engin ummerki um birkikembu en hins vegar hafa aðrar fiðrildalirfur verið að leika birkið grátt þar,“ segir  Edda Sigurdís Oddsdóttir,  sviðsstjóri rannsóknasviðs hjá Skógræktinni á Mógilsá.

Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur fram að  birkikemba er fiðrildategund og er það lirfan sem veldur skaða. Kvenfiðrildin verpa eggjunum undir yfirhúð laufblaða snemma sumars. Þar klekjast þau út í blaðholdinu og lirfurnar nærast á því. Fullvaxin lirfa púpar sig í jörðu og bíður næsta vors.  

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...