Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir í hlutverki Árnýjar verkstjóra, Margrét Kristinsdóttir, eða Magga á lagernum, og Ólöf Rún Ólafsdóttir símadama.
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir í hlutverki Árnýjar verkstjóra, Margrét Kristinsdóttir, eða Magga á lagernum, og Ólöf Rún Ólafsdóttir símadama.
Líf og starf 10. nóvember 2022

Birgitta kveður

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir nú nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, sem jafnframt er leikstjóri.

Verkið heitir BIRGITTA KVEÐUR og er sagt vera „sakamálaleikrit með gamansömu ívafi“. Æfingar hófust 12. september, frumsýningin var 28. október. Leikritið gerist á einu föstudagssíðdegi og -kvöldi í litlu innflutningsfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í innflutningi frá Kína. En þetta er ekki venjulegur dagur því um kvöldið á að kveðja elsta starfsmanninn, hana Birgittu, sem er að láta af störfum vegna aldurs. Er af því tilefni slegið upp kveðjuveislu. Er óhætt að segja að kvöldið verði viðburðaríkt og óvæntir atburðir gerist þannig að kalla þarf til lögreglu.

Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni auk baksviðsfólks af öllu tagi. Ljósameistari er Anton Konráðsson.

Þetta er fimmta leikritið sem Guðmundur skrifar sérstaklega fyrir leikfélagið og hefur hann jafnfram leikstýrt þeim öllum. Eitt þeirra, „Stöngin inn!“, var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin árið 2013 og sýnd í Þjóðleikhúsinu.

Sýningar standa yfir í Menningarhúsi Fjallabyggðar, Tjarnarborg í Ólafsfirði og eins og staðan er núna verða sýningar nóvembermánaðar þann 3., 6., 10. og 11. klukkan 20.00. Almennt miðaverð er kr. 3.500 en eldri borgarar, öryrkjar og grunnskólabörn borga 3.000 kr. Miðapantanir eru hjá þeim Guðrúnu Unnsteinsdóttur í síma 863-2604 og Vibekku í síma 849-5384.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...