Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Líf og starf 2. apríl 2024

Bílskúrsmeistarar leysa Bændablaðsgátur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mánaðarlega útnefnir Félag íslenskra bílskúrseigenda meistara mánaðarins.

Slíka nafnbót hlotnast félagi sem leysir myndagátu sem óformlegur formaður félagsins leggur fyrir félagsmenn á Facebook-síðu þess. Gátan tengist Bændablaðinu og felur í sér að félagsmenn þurfa að glöggva sig vel á síðum þess. „Það er svo ótrúlega margt sem félagsmenn sjá sniðugt í þessu frábæra blaði. Verkfæri, snjóblásara, bifreiðar, tæki og tól. Í raun svo ótrúlega margt sem bóndinn og bílskúrseigandinn eiga sameiginlegt. Bóndi er eðalbrasari. Það er líka góður bílskúrseigandi. Bændablaðið er stútfullt af fróðleik og skemmtileg lesning. Svo eru líka bara frábærar auglýsingar þar inni. Mjög bílskúrsvænar,“ segir Hjálmar Friðbergsson, stoltur bílskúrseigandi og ókjörinn formaður Félags íslenskra bílskúrseigenda.

Hjálmar birtir mánaðarlegar myndagátur úr Bændablaðinu. Þeir sem fyrst leysa gátuna fá heiðursfélagakort. „Heiðursfélagakortið er búið til í bílskúr, af honum Sverri Tryggvasyni hnífasmið. Kortið inniheldur mjög bílskúrsvæn tilboð handa félagsmönnum.“ Facebook-hópur Félags íslenskra bílskúrseigenda telur nú um 5.500 manns en hópurinn er ætlaður einstaklingum sem hafa gaman af því að brasa í bílskúr og vilja halda þar góðu skipulagi.

Tilgangur hans er að sögn Hjálmars að deila fróðleik og reynslu af skipulagi í bílskúrum. „Hver og einn félagsmaður notar sinn bílskúr á sinn hátt. Einhverjir eru í bílaviðgerðum, aðrir í snjósleða- eða fjórhjólasporti. Aðrir bara til að brasa og smíða. Einhver breytti sínum skúr í líkamsræktarstöð. Bílskúr er dýr fjárfesting og ætti að reyna að forðast að breyta honum í geymslu. Bílskúrinn á að nota.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...